Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 16

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 16
DÝRAHEIMAR D y e r g íi óð hestur Þið hafið eflaust öll séð myndir af hfnum stóru flóð- hestum, sem halda sig í fljót- um Afríku, en þar iifa lika dvergflóðhestar. Djúpt inni i fenjaskógum Nigeriu og Gíneu lifir dvergflóðhesturinn. Hann er mjög lítill í samanburði við hina stóru flóðhesta í Nil og öðrum fljótum Afriku, en ein- kennileg útgáfa af stóra bróð- ur. I’yrst og fremst er hann ekki eins mikið fyrir að vera í vatni og hinn stóri nafui hans, en lætur sér nægja að skríða um hina votu regnskóga og velta sér upp úr fenjunum af og til. Hann ]>ykir vitrara dýr en hinn stóri, hefur stærri heila. Þá er Þann líka með lengri og beinni fætur og eins er litur hans fjóluhlárri. Þessir dvergflóðhestar liafa verið veiddir og fluttir í dýragarða víða um heim, en það er mjög sjaldan að þeir auki kyn sitt i þeim fangelsum. Þó kemur það fyrir. Unginn hér á myndun- um er ein af undantekningun- um, fæddur í dýragarði. Hann vó aðeins 5—6 kg og þurfti mikla umönnun, og i 3 ár ann- aðist flóðhestamamman ung- ann sinn, áður en hann gat far- ið að bjarga sér upp á eigin spýtur. Þegar Nuala frétti hversu útbreidd veikin var orðin, fór hún af stað til hjálpar. Hún kom heim til Marínu. Lorcan stóð þar utan dyra sárhryggui' vegna fráfalls móður sinnar og ennfremur óttaðist hann um Marínu, stúlk- una, sem hann elskaði. Vonar- og uppörvunarkennd gagntók hann, þegar hann sá hallarfrúna ganga inn í húsið. Marína lá þar föl og bleik í lélegu rúmi. Þegar Nuala sá svart hár hennar og yndisleg augu, kom endurminn- ing fram í hugann. Marína þekkti hana þegar í stað og þótt hún væri of máttfarin til að tala, gat hún bent á litla öskju, sem stóð á gömlu og skældu borði við gluggann. Nuala opnaði öskjuna og þar var demantsbrjóstnælan. Nuala komst við og sagði: „Góða og trúa stúlka. Ef mín viðleitni má sín nokkurs, skal ég hjálpa þér svo fljótt sem ég get. Ég fer nú, en kem brátt aftur." Veslings Lorcan stóð úti. „Álítið þér, að henni batni?" spurði hann. „Já, svo framarlega sem hún fær hjúkrun og umhyggju og ég lofa því að hún skal fá hvorttveggja,“ sagði Nuala. Garðyrkjumaður kastalans hafði dáið nokkrum mánuðum áður og hafði búið í snotru húsi, vel búnu húsgögnum, en það stóð á landareign kastalans. Nuala gaf fyrirskipun um að hita það upp og hafa það tilbúið fyrir nýja leigjendur. Þangað var svo Marína flutt. Nuala lét þjónustustúlkur kastalans sjá um að hana vanhagaði ekki um neitt. Smám saman batnaði heilsa henn- ar, en hún virtist samt mjög hrygg og einmana. Dag einn kom Nuala í heimsókn, en þá sat Marína uppi og grét beizklega. , Nuala spurði: „Hvað hryggir þig svo mjög? Er það missir foreldra þinna?“ „Nei, því þau eru örugg undir handleiðslu Guðs,“ sagði Marína. „Segðu mér hvað er að. Ertu þreytt og lasin ennþá?“ „Mér batnar með hverjum deginum, en ég er stöðugt að hugsa um það, hversu einmana Lorcan hlýtur að vera.“ „Mikill auli get ég verið að skilja ekki af sjálfsdáðum, hvers virði þau eru hvort öðru,“ sagði Nuala við sjálfa sig. Við Marínu sagði hún: „Vertu ekki hrygg. Ég skal senda eftir honum þegar í stað.“ Lorcan varð mjög glaður við að sjá sína ástkæru Marínu svo hressa og varð með þeim mikill fagnaðarfundur. Þau töluðu lengi saman, en hryggðar- svipur kom á andlit hans, þegar hann fór að líta í kringum sig. Hann sagði síðan: „Marína, ástin mín. Ég veit, að þú vilt ekki yfirgefa þetta indæla heimili. Ég er fátækur og get aldrei boðið þér slíkt.“ Hann tók ekki eftir því, að Nuala hafði komið inn meðan hann talaði og heyrt hvert orð. Þá sagði hún: „Kæri Lorcan. Marína þarf ekki að yfirgefa þetta hús. Hún þarf að fá góðan eiginmann og þú ert vissulega sá, sem hún mundi helzt kjósa. Mig vantar garðyrkjumann og ef þú vilt þiggja það starf getið þið Marína búið í húsinu." Farsóttin var nú í rénun. Brúðkaup Maríu og Lorcans fór fram og það var fyrsti gleðidagur í byggðarlaginu um langan tíma. Nuala sá um að útvega fallegan brúðarklæðnað, en allir dáðust mest að demantsbrjóstnælunni, sem var dýrlegasti skartgripur, er menn höfðu augum litið þar um slóðir. Sigurður Kristinsson þýddi úr ensku. KÁPUMYND — Haust viS Tjörnina í Reykjavík. Myndina tók Ríkarður B. Jónasson. 392 --H--- •

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.