Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 22

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 22
12. KAFLI. „Nú ertu orðinn reglulegur hani“. Gulur litli haíði stækkað mikið, síðan hann átti tal við pabbann. Svo var liann farinn að geta ýmislegt, sem hann gat ekki þá, eins og til dærnis að lyfta sér smáspöl á vængjunum. Hann var líka orðinn sá bezti hraðhlaup- ari, sem til var meðal hænuunganna á heimilinu. Hann hafði einu sinni hlaupið við hliðina á mömmu sinni lang- an spöl. Hún hafði rétt við honum. Þeir Gulur litli og Lubbakollur voru oft saman og æfðu sig saman. Þeim var vel' við öll húsdýrin á heimilinu, nema kisu. Hundarnir voru góðir vinir þeirra. Þegar liundarnir lágu og hvíldu sig í sólskininu, hlupu Gulur litli og Lubbakollur stundum eftir þeim alla leið frá skottinu og fram á höfuð hundanna. Þá lyftu hundarnir stundum höfðinu en hölluðu sér aftur út af, þegar þeir höfð nusað svolítið að ungunum. Svipað var með heim- alninginn. Hann lék sér stundum við litlu hanana, ýtti við þeim með nefinu, svo að þeir hlupu af stað. Þá hljóp hann á eftir þeim. Það þótti þeim gaman. Kýrnar og hestarnir gerðu ekki annað en þefa að þeim og létu þá svo í friði. Það var eitt, sem Gulur litli æfði algerlega í einrúmi. Enginn fékk að vera viðstaddur þessar æfingar. Hann var nefnilega að æfa sig í gali. Nú hafði hann nokkrum sinnum séð greinilega, hvernig pabbinn liagaði sér, þeg- ar hann var að gala. Og hann reyndi eins og honum var unnt að líkja eftir lionum. En jrað hafði ekki borið neinn verulegan árangur ennþá. Núna hafði hann sagt mömmunni, að hann ætlaði að bregða sér ofurlítið frá. Hann sagði, að hún þyrfti ekkert að óttast um sig, þó að hann yrði nokkurn tíma burtu, því að nú væri hann orðinn svo viti borinn, að hann færi sér ekki að voða. Mamman sagði ekkert við þessu, en gekk hægt í hum- áttina á eltir honum. Hún gætti þess að fara ekki langt frá honum. Annars grunaði hana fljótlega, hvað hann ætlaði að gera, þegar hún sá hann hverfa inn í kúahlöð- una. Hún hafði áður vitað hann fara jrangað og þá hafði hún ævinlega heyrt hann rembast við að gala. Það var gaman að vita, hvernig honum tækist núna. Svo að Toppa gamla laumaðist að hlöðudyrunum og hlustaði. Hún ætlaði líka að halda vörð, svo að enginn kæmi að Gul litla óvörum og gerði svo kannski gys að tilraunum hans. Hún liafði svo sem staðið vörð fyrr. Gulur litli vissi ekkert um það, að mamman stóð fyrir utan hlöðudyrnar og hlustaði. G Á upphafi alltaf skal byrja sú aðferð telst varla ný. G7 C Ef þú lest byrjað er á A, B, C, G7 C G C G C en í söng byrjum við á Do, Re, Mí. C G C Do-re-mí. c Do-re-mí. G G7 C G7 C Þrír fyrstu tónar þeir eru því C G C Do-re-mí. C G C Do-re-mí. C G7 Do-re-m í-fa-so-1 a-t í (talað: „En, nú skulum við gera þetta auðveldara) „DO-RE-MÍ“ úr „Sound of Music“ (TónaflóS) EGILL BJARNASON þýddi ATH. Ef ykkur finnst óþægilegt að hafa 2. fingur á G-strengn- um, getið þið sleppt honum, og haft 1. og 3. fingur eins og sýnt er. Það er líka G9. c Dó — er dós af djásnum full G7 Re — er refur rándýr eitt. C Mí — er mýsla, mórautt grey. G9 Fa — er fax á fáki greitt. C C7 F Só — er sól, er sælast skín. 07 G La — er lamb í laut og mó. E7 , Am-C7 Tí — er tína berin blá. F(Dm7)G7 C G Byrjum aftur svo á Dó-ó-ó-ó, C Dó — er dós — o. s. frv. F (Dm7) G7 C Do re mi fa so la ti do.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.