Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 9

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 9
Hann kom á hverjum degi þann tíma, sem ég átti eftir að dvelja þarna, og hugsunarsemi hans var alltaf hin sama, að gera ýmislegt smávegis, sem liann fann að kom sér vel og mér þótti vænt um. Það var farið að kólna í veðri, svo ég bauð honum oft inn í stofuna til mín. Þar lá hann á gólfinu fyrir fram- an eldstæðið með handlegginn utan um hundinn, og jtarna lágu þeir sam- an og smáblunduðu og biðu eftir því að ég lyki störfum mínum. Stundum hlupu þeir um úti og léku sér í kjarr- inu og komu til baka með eldrauð ahorblöð og skínandi gular kastan- íugreinar. Að lokum var tíminn, sem ég hafði kofann á leigu, á enda, og ég fór að ferðbúast. Jerry var hjá mér og ég sagði við hann: „Jerry, ég mun sakna þín og Mikki líka, ég fer á morgun.“ Hann svaraði engu, en gekk litln seinna þögull í burtu. Ég var alltaf að búast við að hann kæmi næsta dag, en hann kom ekki. Seinni hluta dagsins gekk ég svo lieim á barnaheimilið til þess að kveðja og skila kofalyklunum í hendur for- stöðukonunnar. Þegar ég hafði fengið henni lyklana bað ég hana að kalla á Jerry, svo ég gæti kvatt hann. ,,Ég hef ekki hugmynd um hvað hefur orðið af honum eða hvar hann getur verið," sagði hún. „Ég er hrædd um að honum líði ekki vel og að eitthvað sé að honum. Hann borðaði engan miðdegisverð. Einn drengjanna sá hann ganga upp á hæðina og inn í kjarrið." Innst inni fann ég til léttis. Ég hafði allan tímann kviðið fyrir að þurfa að kveðja þennan dreng. Ég leit á forstöðtikonuna. Hún hafði heiðarlegt og hreinlegt andlit og var vel liðin af drengjunum. „Heyrið þér, fröken Clark, ég hef •'dltaf ætlað að spyrja yður um móður Iians áður en ég færi og hvers vegna I'ann er hérna. Það er nú ef lil vill nokkuð seint að gera það núna þegar ég er að fara, en ég er hér með dálitla peningaupphæð, sem mig langar að biðja yður um að geyma og kaupa svo handa honum jólagjöf — og líka afmælisgjöf frá mér. Það er betra en að ég geri það eða sendi eitthvað sjálf. Ég gæti kannski verið svo óhepp- in að ég sendi eitthvað, sem hann ætti, eins og til dæmis rúlluskauta.“ Fröken Clark deplaði ótt og títt sínum frómu jómfrúaraugum. „Það er nú ekki mikil þörf fyrir rúlluskauta hér í hálendinu," sagði hún að lokurn. Mér gramdist dálítið hvað hún virt- ist skilningssljó, svo ég sagði: „Það sem ég á við er það, að ég kæri mig ekki um að senda ef til vill það sama og hann hefur fengið frá móður sinni. Ég hefði getað fundið upp á því að senda lionum rúlluskaula, ef ég vissi ekki að hún er búin að gefa honum þá.“ Hún starði undrandi á mig. „Ég skil ekki livað þér eruð að meina,“ sagði hún. „Hann á enga móður — og hann hefur aldrei eignazt rúllu- skauta.“ Við störðum hvor á aðra. Ég varð alveg höggdofa. En er ég hafði jafnað mig dálítið, fór allt í einu um mig gleðitilfinning og ég skildi nú allt, eins og tjaldi hefði verið svipt burtu. Hann var móðttrlaus, og einmana barnssálin hafði þráð svo heitt að eiga móður, að þetta hafði þá allt verið tilbúningur í hugarheimi hans. Það var tregablandin gleði innra með mér þegar ég lagði af stað upp á hæðina í áttina út að kjarrinu. Hvað svo gcrðist, það er önnur saga . . . L. M. þýddi. Mynd þessi sýnir KJARNA frá Akranesi, hina nýkjörnu táningahljómsveit 1968, sem kjörin var úr hópi 10 tán- ingahljómsveita í Húsafellsskógi um Verzlunarmanna- helgina. Hljómsveitarmeðlimir eru, talið frá vinstri: Jóhann Sveinsson trommur, Smári Hannesson rythma- gítar og söngur, Guðjón Guðmundsson sólógítar, Þórður Hilmarsson saxófónn og söngur og Júlíus Sig- urðsson bassagítar. KJARNAR eru nú í fullu fjöri. 385

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.