Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Síða 36

Æskan - 01.10.1968, Síða 36
 ypurnin^ar og, óvor m Stýrimannaskólinn. Margar fyrirspurnir hafa borizt um nám við Stýrimannaskól- ann i Reykjavík, og litur helzt út fyrir að sýningin „íslendingar og liafið", sem haldin var á siðastliðnu vori, hafi vakið áhuga unglinga fyrir sjómannsstörfum. Þrátt fyrir að á síðastliðnu ári birtust hér í blaðinu upplýsingar um Stýrimannaskólann i Reykja- vik, munum við enn einu sinni geta lielztu upplýsinga um skólann fyrir þann mikla fjölda nýrra kaupenda, sem hætzt hefur í hópinn á þessu ári. Stýrimannaskólinn í Reykjavik var stofnaður 22. maí 1890, en var settur í fyrsta sinn 1. október 1891. Fyrstu árin var uðeins tekið eitt próf við skólann. Hét það hið minna stýrimannspróf, sem veitir sams konar réttindi og fiskimannaprófið veitir nú. Síðan var bætt við hinu meira stýrimannsprófi, sem ætlað var þeim, er meira vildu iæra eða stunda siglingar á verzlunarskip- um í utanlandsferðum og svaraði ]>að til farmannaprófsins nú. Nú heita þessi próf fiskimannapróf 2. stigs og farmannapróf 3. stigs. Nú starfar i skólanum fiskimannadeild i 13% mánuð. Prófin úr henni eru tvö. Fiskimannapróf 1. stigs, sem tekið er upp úr 1. bekk og veitir réttindi til skipsstjórnar á skipum allt að 120 rúml. i innanlandssiglingum. Jafnframt veitir það rétt til setu í 2. bekk fiskimannadeildar, ef vissri lágmarkseinkunn er náð i stærðfræði, ensku og dönsku, sem ekki eru fallgreinar við það próf. Fiskimannapróf 2. stigs, sem tekið er upp úr 2 bekk, vcitir rétt til skipstjórnar á fiskiskipum af hvaða slærð sem cr og hvar sem er. Farmannadeildin starfar í 19% mánuð. Prófin eru þrjú. Farmannapróf 1. stigs, sem tekið er upp úr 1. bekk og veitir sömu réttindi og fiskimannapróf 1. stigs og auk þess rétt til setu i 2. beklt, ef vissri lágmarkseinkunn er náð i stærð- fræði, eðlisfræði, ensku og dönsku. Farmannapróf 2. stigs, sem tekið er upp úr 2. bekk, á að veita tímabundin undirstýrimanns- réttindi í 6 mánuði og jafnframt rétt til setu i 3. bekk. Farmanna- próf 3. stigs, sem tekið er upp úr 3. bekk, veitir rétt til skip- stjórnar á verzlunarskipi og stýrimannsréttindi á varðskipi af livaða stærð sem er og hvar sem er. Almenn inntökuskilyrði i skólann eru þessi: 1. Að bafa þá sjón og heyrn, sem skipstjórn- arstaða heimtar. 2. Að kunna sund. 3. Að vcra ekki haldinn neinum næmum sjúkdómi eða líkamskvilla, er orðið geti öðrum nemendum skaðvænn. 4. Að leggja ffam sakarvottorð. Þá ber umsækjanda að Icggja fram vottorð um siglingatima sem hér segir: t fiskimannadcildina: 24 mánaða hásetatima eftir 15 ára aldur á skipi yfir 12 rúml. Til inngöngu i 2. bekk fiskimannadeildar skulu minnst (i mánuðir af siglingatímanum vera á skipi yfn' 30 rúml. í farmannadeildina: 24 mánaða hásetatima eftir 15 ára aidur á skipi yfir 30 rúml. og þar af minnst 3 mánuði á verzlunar- eða varðskipi yfir 100 rúml. Frá því Stýrimannaskólinn i Reykjavík tók til starfa hefur hann brautskráð 1831 með full fiskimannaprófsréttindi og 730 með full farmannaprófsréttindi. Þá er gert ráð fyrir þvi, að á vegum Stýrimannaskólans skuli haldinn 1. bekkur fiskimanna- deiidar á þrem stöðum úti á landi, annað hvert ár á hverjum stað, ef næg þátttaka fæst. Þarf minnst 10 þátttakendur til að slíkar deildir séu haldnar. Staðirnir eru: Akureyri, ísafjörður og Neskaupstaður. í Vestmannaeyjum Iiefur starfað stýrimanna- skóli síðan 1964 og brautskráir hann nemendur með full fiski- mannaprófsréttindi. Landhelgisgæzlan. Svar til Ásgríms í Keflavík: Um aldaraðir voru auðlindir hafs- ins við Islands nytjaðar af ýmsum fiskveiðiþjóðum, sem sáust ,litt fyrir og hugsuðu aðeins um stundarhagnað. Á þessu timabib lutu íslendingar stjórn Dana og höfðu þar af leiðandi litið bol- magn til að hrinda þessari ásókn af höndum sér. Það var fyrst um miðbik 19. aldar, sem Danir liófu skipulega varðgæzlu hér við land. Árið 1918, er ísland varð fullvalda riki, öðluðust íslendingar heimild til að annast sjálfir vörzlu landhelginnar. Þótti nú mörg- um það metnaðarmál þjóðarinnar, að varðgæzla væri eklti lengur undir erlendum fána, þar sem þjóðin liafði bæði hlotið viður- kenningu fullveldis og þjóðfána. Fyrsti vísir að Jandheigisgæzlu á vegum fslendinga hófst nieð hjörgunarskipinu Þór frá Vestmannaeyjum fyrir Norðurlandi 1- júli 1922. Um sumarið voru 12 erlend síldveiðiskip tekin i land- helgi og sektuð. Hinn 1. júli 1926 keypti íslenzka rikið Þór og þar með var Landheigisgæzlan stofnuð, en það ár tók varðskipið 29 erlenda togara að ólöglegum veiðum. Fljótt eignaðist land- heigisgæzlan fleiri skip og fyrstu tilraunir til gæzlu með flugvél- um iiófst strax árið 1928, en þá var hafin síldarleit með flugvél- um. Árið 1955 eignaðist Landlielgisgæzlan sina fyrstu flugvéh Var það Cataiinaflugbátur. 412

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.