Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 19
ÞORIR S. GUÐBERGSSON:
SEGÐXJ MÉR SÖGUNA AFTUR
kM-
Þá fer nú að síga ú síðari liluta þess-
arar frásagnar um Bjarna og Berg-
lindu. Auðvitað væri hægt að segja
ykkur miklu fleiri sögur um þau, en
nú hættum við að þessu sinni.
Við ljúkum þá með því að segja
ykkur sögu frá Guðrúnu litlu, frænku
þeirra, þegar hún kom aftur í lieim-
sókn til þeirra.
Ekki halði hún lagazt mikið. Hún
var jafn óróleg og var alltaf á iði.
Systkinin fögnuðu komu hennar og
móðir þeirra tók alltaf vel á móti
henni.
— Verið nú úti að leika ykkur litla
stund, áður en ég kalla á ykkur að
drekka, sagði móðir þeirra systkina.
Börnin hlupu strax út og fóru j
ieluleik. Mikil voru ærslin og lætin,
og þau skemmtu sér alveg konung-
lega. En þegar móðir þeirra kallaði á
þau skömmu síðar, fannst Guðrún
hvergi. Hún var gjörsamlega horfin.
Bjarni og Berglind kölluðu og köll-
uðu, en enginn svaraði. Að lokum
gáfust þau alveg upp. Þau gengu hægt
upp tröppurnar heima hjá sér og
móðir þeirra kom á móti þeim.
— Skelfing hafið þið verið lengi á
leiðinni, sagði hún. — Og hvar hafið
þið Guðrúnu?
— Ef við vissum það nú, svaraði
Rerglind, — þá skyldum við segja þér
það. En h ún er með öllu horfin.
En allt í einu tóku þau eftir stórum
poka, sem stóð á tröppunum. Hann
var merktur móður þeirra stórum
stöl'um, eins og barn hefði skrifað á
hann.
— Hver kom með þennan poka?
spurði móðir þeirra og gekk að hon-
um.
— Það vitum við ekki. Enginn hef-
ur komið inn um hliðið jneðan við
vorum hérna.
En móðir þeirra beið ekki eftir
fleiri svörum. Hún gekk að pokanum
og ætlaði að athuga hann. En rétt áð-
ur en hún kom að pokanum, opnaðist
hann og Guðrún litla þeyttist upp úr
honum með háum liljóðum!
Börnin hrukku í kút. Þau áttu ekki
von á þessu. En Guðrún fór að skelli-
hlæja og þá fóru hin líka að hlæja.
Síðan fóru þau öll inn að fá sér að
drekka.
Allt gekk vel það senr eftir var dags.
Kvöldið kom, börnin háttuðu og móð-
ir þeirra kom inn til þess að segja
þeim sögu:
Dag einn ferðaðist maður nokkur
yfir fjallveg. Á leiðinni réðust á hann
ræningjar. Þeir stálu frá honum öll-
um peningum hans og rifu fötin af
honum. Þegar þeir höfðu framkvæmt
þetta allt, skildu þeir liann einan eft-
ii', en héldu sína leið.
Svo sæi'ður og veikur var maðurinn,
að hann gat varla hreyft legg né lið.
Skömmu síðar gekk þar maður lijá,
sem tók eftir sæi'ða manninum við
veginn, en hann lét hann liggja þar,
án þess að hjálpa honum. Hugsaði
sennilega, að það gæti kostað of mikla
fyrirhöfn að koma honum til næsta
þorps.
Særði maðurinn lá áfram og sífellt
versnaði honum.
Litlu síðar fór annar maður þar
hjá. En hann lét hann líka liggja.
Kannski hefur honum fundizt, að
hann hefði svo mikið að gei'a.
Og enn lá sæiði og rændi maðurinn
ósjálfbjarga við veginn. Ef enginn
kæmi á næstunni, mundi hann senni-
lega deyja.
En loks kom þar maður að, sem
vildi lijálpa honum. Hann hjúkraði
særða manninum eins vel og hann gat,
gaf honum að borða og diekka, og
hjálpaði honum síðan á bak asna sín-
um. Síðan héldu þeir af stað til næsta
gistihúss.
Þegar þeir komu þangað, lét hann
veika manninn veiða eftir, en vildi
boi'ga fyrir hann gistinguna.
Þannig lýkur svo þessari sögu. Og
af henni getum við ntikið lært, ekki
satt? sagði móðir þeiri'a.
— Jú, sagði Bjarni. En nú ‘liggja
allir veikir nienn á sjúkrahúsi eða
heima hjá sér, er það ekki?
— Að vísu. En kannski heimsækir
enginn þá. Við eigum svo auðvelt
með að gleyma. En þó að þetta sé
svona á íslandi, þá deyja möi'g þús-
und börn á ári úr hungri og vosbúð.
Þau hafa engan til þess að hugsa um
sig.
— Viltu segja okkur frá þeim, sagði
Berglind áköf.
— Við sjáum nú til, sagði móðir
þeirra. — Það gæti tekið langan tíma.
En hver veit nema ég geri það ein-
hvein tíma.
En að lokum langar mig þá að
spyi ja ykkur:
I. Hvað getum við lært af þessari
sögu?
Börnin hugsuðu sig um og komust
að rétta svarinu. Síðan bauð móðir
þeirra þeim góða nótt og gekk út úr
herbergi þeirra.
M. iskunnsamur.
395