Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 45
HEÍÐA — FramhaMssaáa í mynclum.
Utungun
Ungri hefðarkonu var boðið
út í sveit til ]>ess að skoða bú-
garð. Hún lilakkaði til, því að
hún hafði aldrei fyrr haft tæki-
færi til að sjá, hvernig ostur,
sinjör og aðrar landbúnaðar-
vörur verða til.
Þetta allt fékk hún nú að
sjá. Henni voru sýnd öll úti-
hús og akrarnir og engin og öll
húsdýrin. Loks var lienni sýnd
vörugeymslan. Þar sá hún
stóra, hvíta og hnöttótta mjólk-
urosta. Henni varð mjög star-
sýnt á þá. Þegar hún hafði
virt þ& fyrir sér, sagði hún:
„Hvaðan fáið þið þetta?“
„Úr kúnum,“ var henni svar-
að.
„Já, auðvitað,“ sagði hún.
„Ég hefði nú átt að geta sagt
mér það sjálf. En hvað þarf nú
kýrin að liggja lengi á ]>cssu,
til þess að kálfurinn komi úr
þvi?“
109. HEIÐA situr nú við rætur stóra grenitrésins, sem henni þykir svo vænt um, og er að bíða
eftir afa, sem hefur lofað henni að fara og sækja töskuna hennar. En afi hefur í mörgu að snúast,
og iætur lengi bíða eftir sér. En Heiðu leiðist samt ekki, jafnvel þótt hún brenni í skinninu að
komast til að heimsækja ömmu. Það var svo dásamlegt, að vera komin aftur' heim og sjá öll
blómin og anda að sér fersku fjallaloftinu. — 110. NÚ leiðast þau afi og Heiða niður hliðina.
Þegar þau koma að kofanum hennar ömmu, segir afi: „Nú sæki ég farangur þinn. A meðan getur
þú talar við ömmu. Ég kem svo aftur og þá verðum við samferða heim.“ Heiða hleypur inn til
ömmu, en í dyragættinni snýr hún sér við og veifar hendinni tii afa, sem heldur nú niður hlíðina.
111. „GOTT er blessað brauðið, það veit sá, sem allt veit, en ég verð að spara það,“ segir amma.
„Það skaltu ekki gera, því þá harðna brauðin,“ svarar Heiða. „Ég á nokkra peninga, svo að ég
get keypt handa þér ný brauð.“ Þegar amma ætlar að fara að malda í móinn, þá flýtir Heiða sér
að tilkynna henni, að hún sé nú orðin læs. „Á ég að lesa upphátt fyrír þig í sálmabókinni?" Heiða
les marga sálma, en amma hlustar á, glöð og brosandi. — 112. EN nú er afi aftur kominn til að
sækja hana. Þá verður ekki meira úr lestri þann daginn. Heiða lofar ömmu að koma fijótt aftur,
því að hún hefur aldrei séð liggja svo vel á henni. Þegar Heiða er komin út til afa, kemur mamma
Péturs út til þeirra með kjólinn og fína hattinn hennar Heiðu. Heiða tekur við kjólnum, en hatt-
inn vill hún ekki sjá. Hún gefur henni hann.
áSoSSSoS53SSoSSSS2S£S»S2SSS5íSS8SoSS£S8SSSSSS52o2oSSSoSSS«SSíSSoSSSoSíSSoSSSSSS2o8SSSS8S5SSS3iSSo£SSo£oSSS8S!SSS£SS8£8Sí8SSSSSSS8S8SS8SS8S8
Bókaveizlun ÆSKUNN-
AR, Kirkjutorgi 4, hefur
nú til sölu mjög hentugar
möppur, sem þrír árgangar
ÆSKUNNAR komast í.
Verð möppunnar er aðeins
kr. 105,00.
Páfagaukur.
Hefurðu heyrt söguna af
manninum, sem fór á uppboð
og keypti púfagauk? Hann hafði
tekið ]>að i sig nð vilja eiga
]>ennan fugl og bauð ]>rátt fyr-
ir öll yfirlioð, þangað til fugl-
inn var sleginn honum.
„Hann mun geta talað?“
spurði maðurinn uppboðshald-
arann um leið og hann horgaði
fúlguna, sem hann liafði boðið
i gaukinn.
„Hvort Iiann getur talað!
Heyrðuð ]>ér það ekki? Það var
hann scm alltaf var að hjóða á
móti yður!“ svaraði uppboðs-
haldarinn.