Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 29

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 29
A lexander Aljechin er fæddur i Moskvu árið 1892. Hann var af aðalsættum og bjó fjöl- skylda hans í gamalli iiöll harna í höfuðhorg Rússlands. f æsuk sinni nam Aljechin lög- fræði og einnig stundaði hann málanám, sem kom honum vel seinna meir i ferðalögum hans til skákmóta i ýmsum löndum. í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri varð stjórnarbylting í Rússlandi, sem kunnugt er. Þá tók Aljechin skák sina og aðr- ar föggur og flýði úr landi til Vestur-Evrópu. Hófst þar skák- ferill hans fyrir alvöru, og fyrr en varði var hann kominn i fremstu raðir stórmeistaranna. Aljechin hélt vel á sinum spil- um fjárliagslega og honum græddist mikið fé á því að tefla. Hann keypti sér fallegt liús í Frakklandi og gifti sig livorki mcira né minna en fimm sinnum! Flestar þessar konur hans voru nokkru eldri en hann, ein þeirra t. d. 30 árum eldri, en öll urðu hjónabönd hans frekar endaslepp. Aljecliin var ijóngáfaður skákmaður og harður i horn að taka, en þoldi illa að tapa. Eitt sinn var það, að hann tap- aði skák, sem hann taldi fyrir- fram unna, og var þessi skák um efsta sætið á þýðingarmiklu skákmóti. Þegar hann kom heim á hótelherbergi sitt, möl- braut hann öll húsgögnin þar! Ifann var skapmikill maður, sem ekki lét sinn hlut fyrr en i fulla hnefana. Eftir sigurinn yfir Capa- bianca 1927, varð Aljechin kon- ungur skákheimsins. Og hann rikti þar með harðri liendi. Kæmist hann i taphættu, not- aði hann stundum ail-óvönduð brögð til þess að rétta lilut sinn. Það var t. d. einu sinni á Ólympíuskákmóti í Varsjá í Póllandi, að Danmerkurmeistar- inn Erik Andcrsen átti rakta vinningsstöðu í skák sinni við Aljechin. Hinir 40 leikir voru leiknir og átti því skákin að réttu lagi að verða biðskák. Þessu neitaði Aljechin þverlega og krafðist þess að fá að tefla áfram. Skákstjórinn hafði ekki þrek til að mótmæla heims- meistaranum og hinn dauð- þreytti Anderscn varð að tefla áfram. Fljótlega komst hann i timaþröng, og þá tók Aljechin upp á því að vera alltaf að gæta að klukkunni, iaga mcnn- ina og spyrja um hve margir leikir væru gerðir. Enginn þorði að gera atliugasemdir við þetta og allt i einu lék Andersen af sér og tapaði. En þótt skákguðinn stæði Aljechin til liægri handar og stjórnaði leikjum hans, var þó kominn annar náungi upp að vinstri hönd hans — þ. e. a. s., Bakkus konungur. — Það er talið, að á þessum árum hafi Aljecliin stundum reykt 100 sigarettur og drukkið heila flösku af viský yfir daginn. Það þarf sterk hein til þess að þola slíkt líferni, en mcðfædd hreysti hélt honum uppi enn um stund. Þegar liann hafði drukkið það mikið, að margur venjulegur maðurinn hefði varla séð muninn á hvitu og svörtu taflmönnunum, tók Alje- chin stundum þátt í veðskákum um háar upphæðir og vann oft- ar en liann tapaði. En Bakkus er viðsjáll vinur, jafnvel fyrir heimsmeistara. Árið 1935 tapaði Aljachin tign- inni í hendur Max Euwe. Euwe var Hollendingur og stærð- fræðiprófessor að atvinnu. í einvigi þeirra um hcimsmeist- aratignina var það úthaidið, sem brást hjá Aljecliin, og hef- ur vinneyzla hans vafalaust átt stóran þátt i því. — En þetta varð til þess að Aljechin venti sínu kvæði í kross og gerðist bindindismaður á vín og tóbak og árangurinn lét ekki á sér standa. Árið 1937 vann hann sinn fyrri titil aftur af Max Euwc og hélt honum til dauða- dags. Tveimur árum siðar skcllur heimsstyrjöldin a og ekki er að ræða um neina keppni um há- sæti skákarinnar næstu árin. Að morgni liins 25. marz 1940 fannst skákmeistarinn Aljechin látinn i gistihúsi i Estoril í Portúgal. Hann sat fullklæddur og i yfirfrakka sínum á stól við borðið, en á þvi stóð skákhorð með taflmönnunum i byrjunar- stöðu. Skákheimurinn átti eng- ap heimsmeistara lengur, há- sætið stóð autt. Alþjóða skáksamhandið tók nú að sér að efna til keppni um Nashyrningsfugl. Nashyrningsfuglar draga nafn sitt af húðvexti eða horni ofan við nefið. Þeir eiga heima sunn- an til í Asíu og Afríku og ávallt í stórvöxnu skógarþykkni. Þeir gefa frá sér stutt, há hljóð, sem lífga mjög upp skógana. Þeir eru góðir flugfuglar og þykja vitrir. Það sem mest einkennir þá er það, að þeir gera sér hreiður á liolum trjám. Þegar kvenfuglinn er seztur á eggin, múrar karlfuglinn fyrir dyrnar, sem hún fór inn um. Gerir hann það með leir, sem harðn- ar við þurrkinn. Skilur hann aðeins eftir kringlótt gat, Jiógu stórt til þess, að hún nái mat sínum gegnum það. Hún situr svo í þessu fangclsi, þangað til ungarnir eru farnir að stálpast. Þá rifur hóndi hennar úr dyr- unum og gefur fjölskyldunni Aljechin og kötturinn hans og heilladýr. Hann lét köttinn ganga yfir taflborðið hjá sér, er hann var að byrja að Iceppa á stórmótum. heimsmeistaratitilinn og setti nýjar reglur um slika keppni. Árið 1948 eignast svo veröldin nýjan heimsmeistara eftir liarða keppni. Það var Rússinn Mihail Botvinnik. Er þar með hafin óslitin sigurganga rúss- nesku stórmeistaranna siðustu 20 árin. frelsi. Er líklegt, að hann verði feginn, ekki síður en ungamóð- irin, þvi að hann hefur orðið eínn að draga að búinu nllan tímann og liefur orðið að leggja á sig svo mikið crfiði, að hann er orðiun grindhoraður. 405

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.