Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1968, Qupperneq 15

Æskan - 01.10.1968, Qupperneq 15
Spegilsléttur sjórinn glitraði í sólskininu. orðlaus, þegar hún sá hina undurfögru brjóstnælu. „Við skulum bíða þang- að til faðir þinn kemur heim,“ sagði hún. Heimilisfaðirinn var úti að vinna á litlu landspildunni þeirra, en hér með voru eignir þeirra upptaldar. Hann hlustaði undrandi á frásögn dótt- ur sinnar og sagði síðan: „Mundu það, Marína, að skilja þessa gjöf aldrei við þig. Gjöf, sem er gefin af góðum og þakklátum huga, færir þiggjanda hina mestu hamingju." Nú liðu árin. Ardan eigandi kastalans kvæntist aldrei, en hafði miklar mætur á systurdóttur sinni, sem hér hefur verið sagt frá. Honum var því mikið hryggðarefni, þegar þessi frænka hans giftist til Frakklands. Hann var góður landsdrottinn, en fremur fáskiptinn og hafði lítið sam- neyti við leiguliða sína. Þeir urðu samt hryggir, þegar sú fregn barst út að hann lægi sjúkur, og jafnvel sorgmæddir, þegar lát hans var tilkynnt. Nuala erfði kastalann, jarðeignirnar og alla Iians muni, en hún vár nú orðin ekkja. Hún fluttist því lieim á æskustöðvarnar og tók við erfðaóðali sínu, en sonur hennar dvaldist áfram í Frakklandi til að ljúka námi. Nuala fékk strax mikinn áhuga fyrir málefnum fólksins í byggðarlaginu, en ekki hafði hún dvalið þar lengi, þegar landfarsótt barst jrangað. For- eldrar Marínu voru rneðal þeirra, sem tóku veikina. Faðir hennar hafði unnið sig þreyttan og jregar heim kom, var hann með mikinn hita. Næsta dag var kona hans orðin veik. Hvorugt þeirra reyndist hafa mótstöðuafl gegn sji'ik- dómnum og þau voru lögð í sömu gröf. Rétt á eítir veiktist Marína og þá höfðu flestir nágrannar hennar einnig tekið veikina. Þann dag lézt ekkja í næsta húsi og hafði átt einn son barna. Hann hét Lorcan og stóð nú einn uppi í heiminum. Hann hafði hjálpað Marínu eftir megni, meðan foreldrar hennar voru veikir, jafnframt því, sem bann annaðist um móður sína. Hann sótti vatn, flutti heim mó og gerði tdlt, sem í hans valdi stóð til að lina þjáningar hinna sjúku. Þegar við fundum EGGIÐ Jjað var koniið fram i júní- mánuð. Það var yndislegt Veð- ur þennan dag. Ég og frændi minn, Kalli, áttum að ganga inn í dal að líta cftir fénu, scm óborið var. Við voru báðir á tólfta ári. Leiðin ]á fram með báum klettahömrum. Þegar við gengum meðfram klettunum heyrðum við i hrafnsungum uppi í klettunum. Við fórum að klifra upp í klettana i áttina að hreiðrinu. Þar varð fyrir okkur svoiítill grasfláki. Við komumst ekki Jiærra. Þorðum ekki að voga á það, því Verra var niður að komast en upp að fara. Þegar við stóðum þarna vandræðafullir, tókum við cft- ir því, að grassvörðurinn var upprifinn á einum stað á gras- flákanum og mosakös lá þar. Við sópuðum til mosanum og fundum þar undir eins eitt egg með grágrænu skurni. Töldum við þetta áreiðanlega vera hrafnsegg. Þekktum ekki )it hrafnseggja. Eggið var hvergi skaddað, á stærð við andaregg. Leituðum við léngi að fleirum, en fundum ekki fleiri. Við fundum ekki einu sinni skurn, hvað þá meira. Tókum við egg- ið og höfðum það heim lneð oltkur. Við þorðum ekki að láta nokkurn mann um það vita. Það þótti svo nndstyggi- legt að ræna hrafninn. Hann var uppálialdsfugl þar um byggðir. En óvissan píndi okk- ur til að leita álits annarra, er gátu sagt okkur hið rétta. Um þessar mundir kom norsk- ur náttúrufræðingur í byggðar- lagið okkar. Notuðum við að sjálfsögðu tækifærið og sýnd- um honum eggið. Sagði hann okkur, að þetta væri andaregg. Urðum við mjög óánægðir yfir þessum úrskurði, en urðum ])ó við það að sitja. Það var okk- ur ráðgáta, hvernig ])etta egg liefði komizt þarna. Hefur krummi sjálfsagt nnnazt þann flutning. Afi.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.