Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1968, Qupperneq 28

Æskan - 01.10.1968, Qupperneq 28
FBÁ UNGLINGAMEGLUNNI MYNDIR — Frá vinstri: Ánægjulegur hátíðafundur. Tveir gestanna, þau Sesselja og Stefán, horfa hugfangin á eitt dagskráratriðið í hópi yngstu félaganna. Þrír úr hópi embættismanna stúkunnar og ungir gestir. verandi gæzlumenn stúkunnar og skólastjórar á staðnum, þau Stefán Jónsson og Sesselja Konráðsdóttir, svo og Ingþór Sigur- björnsson, umdæmisgæzlumaður. Okkur hafa nýlega borizt þrjár myndir frá þessum hátíðafundi og er okkur mikil ánægja að birta þær hér á síðunni. Við flytjum stúkunni BJÖRK beztu þakkir fyrir störfin góðu og óskum henni allra heilla í framtíðinni. Björk nr. 94 Barna- og unglingastúkan BJÖRK nr. 94, Stykkishólmi, er i hópi traustustu og starfsömustu stúknanna okkar. Gæzlumaður hennar, Árni Ilelgason, er óþreytandi áhugamaður og kennarar staðarins ágætir aðstoðarmenn hans. BJÓRK átti merkisafmæli á síðasta starfsári og var þá að sjálf- sögðu haldin veglcg veizla og hátíðafundur með fjölþættri dag- skrá félaga. Auk hinna mörgu félaga stúkunnar sátu fundinn margir góðir gestir, sem fiuttu stutt ávörp. Meðal þeirra voru t. d. tveir fyrr- Úr leikritinu Ævintýraleikur. Barnastúkan LJÓSIÐ nr. 156 í I.angholts- sókn í Reykjavík starfaði vel síðastliðinn vetur, eins og undanfarin ár. Fundir voru reglulega á hálfsmánaðarfresti allan starfs- tímann og sýndu börnin frábæran áhuga í störfum. Komu þau ætíð með einhver félagsleg atriði á hverjum fundi og mörg þeirra mjög athyglisverð. Stúkan hefur alltaf liaft þann sið, að bjóða foreldrum og aðstandendum barn- anna á einn fund á ári, venjulega í marz, — foreldrafund, eins og við köllum hann, — og koma þá félagarnir fram í beztu hlut- verkunum, sem þeir hafa flutt um vetur- inn. Fundir þessir eru jafnan vel sóttir og börnunum til mikils sóma. Barnastúkan LJÓSIÐ er enn eina stúkan, sem starfar á vegum kirkjunnar. Þegar Bindindisráð kristinna safnaða var stofn- Úr leikritinu Presturinn og hringjarinn. að fyrir nokkrum árum, hóf Langholtssöfn- uður í Reykjavík strax þessa félagsstarf- semi og hefur haldið henni óslitið síðan. Er nú þess að vænta, að hinir aðildar- söfnuðirnir í Bindindisráði kristinna safn- aða — og helzt sem allra flestir söfnuð- ir þjóðkirkjunnar — taki fordæmi Lang- holtssafnaðar til fyrirmyndar og stofni ti! slíkra félagsstarfa innan vébanda sinna i haust eða vetur. Islenzkir söfnuðir eru enn alls ckki nógu viFkir í bindindisstarfinu. Við þökkum LJÓSINU fyrir ágæt störf og óskum því allra heilla á komandi ar- um. Og Langholtssöfnuði þökkum við mjög athyglisvert fordæmi, sem æskilegt er að hefði sem víðtækust áhrif. Nokkrar myndir úr félagsstarfi L.TÓSS- INS frá siðasta vetiii fylgja hér með. Ljósið nr. 156 Úr leikritinu Reglan. 404

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.