Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 25
rMrunn Pilsdóttir: ^
Hvers vegna eigum við að
borða kindalifur?
Vegna þess, að enginn matur
úr dýrarikinu, sem völ er á allt
árið, er jafn efnarikur og
kindalifur.
Lifrin inniheldur eins mikið
af eggjahvitu og kjöt og A-
fjörvamagn hennar er meira en
í nokkurri annarri fæðutegund.
Þar að auki fáum við mikið af
járni og B-vitamini úr iifur og
töluvert af öllum öðrum nauð-
synlegum efnum.
Lifur er fljót að frjósa og
fljót að hiðna. Þess vegna verð-
um við að matreiða iifrina
strax og liún hefur þiðnað. Ef
lifrin er fryst heima, þarf helzt
að hraðfrysta hana. ATH. Lif-
ur þolir ekki að frjósa oftar
en tvisvar.
Mjög f 1 jótlegt er að matreiða
lifur. Yfirleitt þarf að steikja
hana, en suðutiminn er aðeins
5 mínútur.
Við ættum að borða lifur eða
einhvern annan innmat minnst
einu sinni i viku. Ef þið, ungu
lesendur, haldið að steilct lifur
sé vond, skuluð þið matreiða
hana sjálf cftir næstu upp-
skrift. Ég trúi ekki öðru, en
þið skiptið um skoðun.
LIFRARSMÁSTEIK
300 g lifur
30 g smjörliki
2 tsk. vatn
4 dl vatn
300 g gulrætur
500 g kartöflur
100 g laukur
1. Þvoið lifrina úr köldu vatni.
Þerrið vandlega með klút
eða eldhúspáppír.
2. Skerið grófustu æðarnar af
og brytjið í litla bita.
3. Skerið laukinn í sneiðar.
4. Þvoið og hreinsið grænmet-
ið, skerið það í bita á stærð
við súputening og geymið
það i luktu iláti.
5. Steikið lauk og lifur i smjör-
líkinu i 3—5 mín.
Takið það siðan upp úr og
geymið á diski.
6. Brúnið grænmetið í sömu
feitinni, lieilið vatninu á
það og sjóðið i 15 mín.
7. Látið lifrarbitana og iauk-
inn saman við og sjóðið i
5 mín.
Ef til vill má jafna þetta með
liveitijafningi, en það er ekki
nauðsynlegt. Þá verður að gera
])etta um leið og lifrin er látin
út í.
200 g lifur
50 g flesk
(því má sleppa)
50 g laukur
3 msk. liveiti
1 egg
1 tsk. salt
% tsk. pipar
1. Þvoið lifrina, þerrið ogfjar-
lægið grófar æðar.
2. Skerið hana i ræmur og
hakkið tvisvar sinnum i
hakkavél. Hakkið flcsk og
lauk með í seinna skiptið.
3. Látið hakkið í skál, hrærið
hveitið saman við og að síð-
ustu eggi, mjólk og kryddi.
4. Hellið þessu í smurt köku-
form og sjóðið i vatnsbaði i
ofni í 45 min. við 170—200°
C.
5. Formið tekið út og kæfan
látin kólna. Losuð frá mót-
inu með hnif.
Lifrarkæfu má nota til mið-
degisverðar með grænmetis-
jafningi og kartöflum. Þá þarf
að velgja kæfuna upp aftur, og
er hún borin fram, eins og
myndin sýnir. Einnig cr gott
að hafa kæfuna ofan á brauð.
Skólarnir okkar.
Menntamálaráðuneytið hefur
yfirstjórn fræðslumála, það er
til húsa i Arnarlivoli við Lind-
argötu i Reykjavík, en fræðsiu-
málastjóri stýrir framkvæmd-
um i skóla- og kennslúmálum,
hann er til liúsa að Borgartúni
7 i Reykjavik.
Flestir skólar, sem starfrækt-
ir eru liér á landi eru að mestu
kostaðir af opinberu fé, og því
eru lítil eða engin sltólagjöld
tekin af þeim nemendum, sem
stunda nám i þeim.
Skólaskylda á íslandi er iög-
boðin öllum börnum á aldrin-
um 7—13 ára og unglingum frá
14—15 ára. í eftirfarandi þátt-
um mun verða reynt að skil-
greina stærstu drætti skóla-
kerfisins.
BARNAFRÆÐSLA.
Smábarnaskólar, dagheimili
og leikskólar, sem starfa helzt
i Reykjavílt og kaupstöðunum,
fyrir 6 ára börn og yngri, eru
oftast kostaðir af foreldrum
barnanna ineð styrk frá við-
komandi bæjar- eða sveitarfé-
lagi, cn ríkið ber iitinn kostn-
að af þeim. Barnaskólar fyrir
börn á skólaskyldualdri eru
kostaðir af opinbcru fé og háð-
ir eftirliti hins opinbera. Land-
inu er í því skyni skipt niður i
fræðsluhéruð, venjulega eftir
sýslum og kaupstöðum og
liverju fræðsluhéraði skipt nið-
ur i skólahverfi.
Barnaskólum er skipt niðuj; i
tvær deildir, yngri deild (börn
yngri en 10 ára) og eldri deild
(börn 10 ára og eldri). Próf-
skyld eru öll hörn frá 8—13 ára.
Próf i kunnáttu og leikni barna
skal iialda á hverju vori. Próf
10 og 13 ára barna fara fram
undir eftirliti prófdómenda,
sem skipaðir eru af fræðslu-
málastjóra, en önnur vorpróf
annast liver skóli um sig að
öllu leyti. Börn, sem standast
ekki 10 og 13 ára próf, skulu að
jafnaði sitja ári lengur i deild-
inni og þreyta próf ári síðar.
Næst: GAGNFRÆÐASTIGIÐ.
KÆFA ÚR KINDAKJÖTI
Wi kg (feitt) kjöt
% kg mör, ef kjötið er
ekki feitt
3 laukar
2 msk. salt
1 tsk. pipar
2 lárberjablöð
% tsk. allrahanda
Eins litið vatn og hægt er.
1. Kjötið er þvegið og soðið i
saltvatni ásamt mör og lár-
herjablöðuni í 45—60 min.
2. Beinin tekin úr kjötinu og
það saxað i hakkavél ásamt
lauknum.
3. Soðið síað og látið sjóða i
opnum potti i um það bil
eina klst.
4. Kjöt og laukur er látið út í
pottinn aftur og hitað.
5. Hrært 1 lirærivél um stund.
Kryddinu bætt i.
6. Látið í kökuform og kælt til
fulls.
Kæfuna þarf að geyma á köld-
um stað. Bezt er að frysta
hana strax.
401