Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 33

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 33
í skólanum. Einu sinni var farskólakenn- ari nokkur að kenna nemend- um sinum. Kom þá tii hans einn af yngstu nemendunum og segir við hann: „Nú er af- mælisdagurinn minn á morgun, má ég eklti eiga frí?“ Iíennarinn varð góðfúslega við þessari hón. En einmitt ]>etta ieyfi veitti öðrum litlum nemanda aukinn kjark. Hann kom til kennarans og hrópaði: „Ég vil lika frá frí á morgun.“ „Þú átt ekki afmæli á morg- un, og enda þótt svo væri, þá ættir þú ekki að segja „ég vil“, drengur minn, heldur ættir þú að biðja um leyfi.“ Drengurinn þagði. „Hvað segir ]>ú við mömmu þina, ef þig langar í brauð- bita?“ Nemandinn: „Mamma, ég vil fá brauð.“ Iíennarinn við annan ljós- liærðan hnokka: „Hvað segir ])ú, litli kútur?“ Sá litli svaraði: „Ég segi ]>etta saina: Ég vil fá brauð.“ Þannig svöruðu flestallir drengirnir þessari spurningu. Loks sagði kennarinn: „Er þá enginn hér inni, sem myndi hiðja um þetta öðruvísi en svona?“ Eftir nokkra þögn gaf Frið- rik litli sig fram. Þá segir kenn- arinn glaðlega: „Þarna sjáið þið. Friðrik litli kann miklu betur almenna kurteisi lieldur en þið, þótt liann sé einna minnstur vexti. Jæja, litli vinur, livað myndir ])ú segja við mömmu þína, ef þig langaði í hrauðbita?" Friðrik litli svarar: „Ekkert, ég færi bara sjálfur inn i búrið og smyrði mér brauðsneið.“ Saga flugsins Hawker Hunter. — Ensk, einsetiu orrustu- flugvél með einum Rolls Royce Deswent þrýstiloftsmótor (Mk. 1) eða Arm- strong Siddeley Sapphire þrýstiloftsmótor (Mk. 2). Mk. 1 flaug fyrst 20. júlí 1951, Mk. 2 30. nóvember 1952. Hunter var f jölda- framleidd handa flugsveitum hrezlta flug- hersins (R.A.F.). Mesti hraði er yfir Macli 1 (meiri en hljóðliraðinn). Þotan er vopnuð 4 fallbyssum í nefinu. Supermarine Swift. —- Ensk, einsetin orr- ustuþota með einurn Rolls Royce þrýsti- loftsmótor. Flaug fyrst 5. ágúst 1951. Gerð- in Mk. 4 liefur flogið á milli Lundúna og Parisar á 19 min. 5,6 sek., sem svarar til 1.074,4 km/t. Vængliafið er 9,86 m, lengdin 12,63 m, liæðin 4,11 m. Flugvélin er vopnuð 4 fallbyssum. English Electric Canberra. — Ensk sprengjuflugvél með tvo Rolls Royce Avon þrýstiloftsmótora. Hefur líka liaft aðra mótora, t. d. var sú Canberra, sem setti hæðarflugsmet 4. maí 1953 (19.418 m liæð), með mótora af gerðinni Bristol Olympus. Canberra var einnig smiðuð í Bandarikjun- um og Ástralíu. Áliöfnin er 3 menn, væng- lmfið 19,5 m, lengdin 20 m, hæðin 4,75 m. Tóm vegur flugvélin 12 tonn, fullhlaðin 22 tonn. Vickers Valiant. — Ensk sprengjuflugvél húin 4 Rolls Royce Avon þrýstiloftsmótor- um. Gerðin B. 1 flaug fyrst 18. mai 1951, en gerðin B. 2 4. september 1953. Um skeið var fyrirhugað að smíða farþegaflugvél í likingu við Valiant, en ekkert varð úr þvi. Vængliaf Valiant er 34,87 m og lengdin er 33,02 m. Handley Page Victor. — Ensk sprengjuflug- vél með fjóra Armstrong Siddeley Sappliire þrýstiloftsmótora. Vængirnir vita aftur og frambrún þeirra er hogadregin frá skrokk og út á enda. Áætlað var að smíða far- þegaflugvél svipaða Victor, og átti hún að geta flutt 150 farþega, en það var aldrei gcrt. I'ullhlaðin vegur Victor um 80 tonn og farflughraðinn er um 1050 lcm/t í 16.000 metra hæð. 409

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.