Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 18
Andfætlingar okkar II. yið vorum að ræða um Ástralíu og frum- byggja liennar í síðasta þætti. — Nú skulum við lítilsháttar kynna okkur dýra- líf þessarar álfu þarna hinum megin á hnettinum. — Oft er l>að svo, að hið sér- kenniiegasta í dýralífi hvers lands er sýnt á frímerkjum þess, enda verða fljótt fyrir okkur myndir af pokadýrum og svörtum svönum, ef við lítum á frímerki frá Ástral- íu. Svanhvít er nokkuð algengt kvenmanns- nafn hér á landi, enda er svanurinn jafnan mjallahvítur i iiugum okltar og var það um allan lieim til ársins 1697, að hollenzkur könnunarleiðangur frá Austur-Indíum fann WESTERN AUSTRALlA I i POSTACE ONE HALF-PENNY svarta svani á vcsturströnd Ástraliu. — Eklci er þó þessi ástralski svanur alsvartur, því að flugfjaðrir hans eru hvítar. Nokkuð löngu eftir að Hollendingar fundu svarta svaninn stofnuðu Englendingar nýlendu í vesturhluta Ástralíu og fljótlega fóru þeir að nota mynd af svarta svaninum í skjald- armerki nýlendunnar. Þess vegna er það ekki út í hött, að á fyrstu frímerkjum þeirra nýlendumanna árið 1854 var mynd af svörtum svani á frímerkjum Vcstur- Ástraliu allt fram til ársins 1913. — Árið 1954 áttu frímerki Ástralíu 100 ára afmæli og skipar þá svarti svanurinn enn heiðurs- sessinn i afmælismerkjaútgáfunni. •— Og enn í dag syndir hann á fljótum og vötn- um Ástralíu, svarti svanurinn með rautt nef og hvitar flugfjaðrir, augnayndi ferða- manna, sem heimsækja Ástralíu. Hann sést óvíða nema þar, þótt sums staðar sé hann til í dýragörðum víðsvegar um veröldina. Ekki virðist þessi tegund svana hafa tillineigingu til að blandast hvítum, svo að fram kæmu t.d. gráir eða skjóttir svanir. Pokadýrið sýnir sig ekki á frimerkjum Ástralíu fyrr en árið 1888, var þá á einu af frímerkjum þeim, er Nýja-Suður-Wales gaf þá út til minningar um 100 ára afmæli fyrstu brezku nýlendunnar i Ástraliu. Nokkrar tegundir pokadýra eru til. Þeim er það öllum sameiginiegt, að utan um júgur kvendýrsins er húðpolii, sem það geymir afkvæmi sín i, fyrst cftir að þau fæðast. Kengúran er stærst af pokadýr- unum. Þegar liún situr á sinum sterku afturfótum, er hún á hæð við mann. Fram- fæturnir eru aftur á móti iitlir og veik- byggðir. Þess vegna er ekki um eiginlegan gang að ræða hjá kengúrunni, lieldur hopp- ar hún og stekkur með afturfótunum. Hún getur stokkið allt að tíu metra í einu stökki, en rófuna, sem er löng og sterk, notar hún til að halda jafnvægi. Kengúru- börnin fæðast blind og hárlaus. Þau dvelja því oft lengi í poka móður sinnar. Svo er mælt, að Hrói höttur hafi fengið tignarnafnið jarl af Huntingdon, og haldið sig ríkmannlega sem heldri mann, en hann varð fljótt leiður á hinu ófrjálsa lífi við hirðina og beiddi konung leyfis að mega um nokkra daga vitja aftur skóganna, þar sem hann hafði átt svo marga unaðsstund. Konungur gaf honum sjö daga orlof, en þegar Hrói höttur dró að sér hið hreina skógarloft, og heyrði hinn indæla fuglasöng, gat hann ekki slitið sig lausan aftur. Hann skundaði gegnum marga gagnkunna skógarrunna, og margar sléttur, sem hann hafði oft reikað um. Frá sér numinn af fögnuði bar hann veiðihornið að vörum sér og tók þá skjótt undir í hinum gömlu trjám. Hann rak í rogastanz er hann heyrði blásið í horn á móti og áttatíu fornvinir hans flykktust að honum, allir saman vaskir og fjörugir menn. Höfðu margir yfirgefið hann í Lundúnum, og margir, sem höfðu farið til annarra staða, festu eigi yndi og höfðu snúið aftur til yndisstöðva sinna í Skírisskógi. Nú var Hrói höttur í einu hljóði kosinn höfðingi þeirra. Litli Jón og Vilhjálmur skarlat fengu njósn af þessu, og létu ekki lengi á sér standa að ganga í flokkinn með. Ríkarður konungur varð stórreiður er liann spurði 394 þetta. Hann sendi frægan riddara með tvö hundruð manns, til að handsama hina óeirðarsömu skógarmenn. Fundur þeirra varð á sléttu einni í Skírisskógi. Þar stóð hin harðasta orusta frá sólaruppkomu til kvölds, en hvor- ugir áttu sigri að fagna og missti riddarinn margt manna. Hrói höttur varð sár af bogasknti, og neyddist til að flýja til nunnuklaustursins í Kirkley í héraðinu Jórvík. Abba- dísin þar var í ætt við hann, en henni fór Jrá svo ódrengi- lega, að hún lét honum blæða til ólífis. Þegar hann fann, að hann átti skammt eftir, lét hann kalla á Litla Jón. „Berðu mig út í skóginn," sagði hann við aldavin sinn, „það bið ég Jug nú gjöra fyrir mig.“ „Og fá þú mér, bróðir, bogann minn, svo bendi ég hann hinzta sinn, og þar sem broddurinn bitur gras, bein mín legstað finna.“ Þá skaut skógarmaðurinn af boga sínum í síðasta sinn. Örin fór ekki langt og datt niður við eikartré eitt. Hann hné aftur í arma vinar síns og andaðist. Það var gjort sem hann óskaði, og steinn var lagður á grassvörðinn, er sýnir leiði hins hugprúða skógarkappa. ENDIR-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.