Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 24
Það er stundum mikið deilt
um, hvaða hugvitsmaður geti
eignað sér kvikmyndina. Bret-
ar eru ekki í vafa um það. —
Enginn annar en William
Friese Greene, segja þeir.
Það var einn morgun árið
1889, að ungur maður kom œð-
andi út úr húsi einu í London.
Hann hrópaði á lögregluþjón,
sem gekk hjá, og fékk hann
með sér inn í húsið. Maðurinn
gat nefnilega ekki ráðið við sig
fyrir kæti, þegar hann hljóp út.
Hann var ijósmyndari, og
þennan morgun hafði hann
gert merkilegustu uppgötvun
ævi sinnar: Hann hafði gert
lifandi myndir. Hann hafði tek-
ið mynd af sunnudagslífinu í
Hyde Park, og vélina, sem til
þess þurfti, hafði hann verið
15 ár að smíða.
Kvikmyndin
Hann hét William Friese
Greene. Aðrir höfðu gert vísi
að lifandi myndum áður, en
hann varð fyrstur til að taka
svona myndir á filmræmu og
tók fyrstur einkaleyfi á þessu.
Fyrstu opinberu kvikmynda-
sýninguna hélt hann árið 1897.
Ekki varð hann ríkur á upp-
götvun sinni. Hann var enginn
fésýslumaður, og aðrir fleyttu
rjómann. Hann seldi einkaleyfi
sitt fyrir 500 pund til þess að
geta borgað skuldir, og hann
varð ekki frægur í lifanda lífi.
FRÁ DÝRARÍKINU
Skógarþrösturinn er algengur víðast
hvar i skóg- og kjarrlendi á sumrin, en
vor og haust er hann algengur víða við
sjávarsiðuna, þar sem helzt er æti að fá.
Hann er farfugl að mestu hériendis. Kem-
ur snemma á vorin, oftast um miðjan
marzmánuð, og fer oft ekki fyrr en eftir
veturnætur. í mildum vetrum er hann hér
oft ilendur allt árið.
Snemma á vorin velur hann sér varpstað.
Hreiður gerir hann sér inni í þéttum runn-
um, oftast í krika milli greina. Hreiðrið
er allstórt, en lauslega ofið saman úr strá-
um, tágum og ýmsu þvílíku, mosa og jafn-
vel borinn í það leir. Sjálf lireiðurskálin
er laglega fóðruð úr mjúku heyi, einstaka
sinnum úr ull og hárum. Aðalvarptíminn
er frá miðjum maí, ef það vorar sæmilega,
og fram í júni. Eggin eru 5—7, alldökk,
græn-móleit. Útungunartíminn er um 14—
15 dagar, og annast kvenfuglinn það starf
að mestu. Þegar eggin eru orðin vel unguð,
liggur hún alltaf á og flýgur ekki af hreiðr-
inu fyrr en mjög er að henni þrengt. Ung-
arnir fara úr hreiðrinu, áður en þeir cru
fullfiðraðir, hlaupa þeir allvel og eru
slungnir í því að fela sig í kjarrinu, en
fljúga ekki, þótt fleygir séu orðnir, fyrr
en þeir mega til að forða sér úr bráðri
hættu. Þeir eru venjulega um 10—14 daga,
þegar þeir fara úr hreiðrunum. Skógar-
þrösturinn er sæmilegasti söngfugl og
syngur oft mikið framan af sumri. Á haust-
in er hann oftast allþögull.
EINKENNI: Alistór, þrýstinn fugl, mó-
grár á baki, ljósari á kviðinn. Framan á
hálsinum og á bringunni eru allglöggar,
mósvartar dröfnur. Hvít eða guihvit rák
fyrir ofan augun. Rauðleitur neðan á
vængjunum.
Vetrarheimkynni skógarþrastarins eru
að einhverju leyti á Bretlandseyjum og á
írlandi og eflaust víðar i Mið-Evrópu, enda
þótt eigi sé fullkunnugt um það ennþá.
? HVER ÞEKKIR FUGLANA ?
I.. . £ ,í:. ... .jLoi—í iSv . a<mUO-AW.B..
Hvað finnst þér?
Það er ævinlega gaman að
hafa eitthvað sér til dundurs
með skólanum og lexíunum eða
vinnunni. í klúbbnum oða i fé-
laginu kynnist maður mörgum
góðum félögum. Helzt vildi
maður eiga einhvern góðan vin,
sem liægt er að spjalla við,
þegar illa liggur á manni.
Stundum vitum við heldur
ekki, hvað við eigum að gera.
Ég á kunningja, sem taka
þátt í margs konar tómstunda-
starfi. Suinir eru i íþróttafélög-
um eða klúbbum, aðrir smíða
litiar járnbrautir, búa til út-
varpstæki, smíða seglbáta og
sigla, leika, spila í skóiahljóm-
sveit, eru í náttúrufræðifélagi,
safna frímerkjum, eru skátar,
taka þátt i æskulýðsstarfi
kirkjunnar, vinna i unglinga-
stúkum að bindindismálum,
skemmta sér við handíðar í
æskuiýðsfélögum, eru nemend-
ur í hréfaskóla. Það er um
margt að velja. Ég er í ljós-
myndaklúbbnum.
Illt hlýzt af iðjuleysi
400