Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 34

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 34
Gauti Kannesson: Handavinna Þegar rjúkandi kaffikannan kemur fram- an úr eldhúsinu, er gott að hafa eitthvað við höndina tit þess að láta undir hana á borðstofuborðinu. Þessa borðhlíf, sein ]>ið sjáið bér á myndinni, er auðvelt að smíða, Borðhlíf 200 • 10. 20 - 65 ■ 20 • 65 . 20..10* 225 ef efni og verkfæri cru til. Efnið er kvista- laus fura, vel þurr. Fjölin er söguð niður í smá lista, scm eru um það bil einn senti- metri á þykkt og tveir á breidd, þegar bú- ið er að hefla allar hliðar. Sagaðir eru 7 listar, 20 sentimetrar á lengd og einn listi, sein er 22V& sentimetri. Þessi lengsti listi er hafður í miðju að neðan (sjá mynd). Alla enda þarf að slípa vel með sandpappír, en gæta verður þess þá jafnframt, að end- arnir séu sem næst hornréttir. Það þarf svo að lakka yfir listana, ofan og neðan, áður en samsetning liefst. Þessi grind er sett þannig saman, að 2 naglar eru negldir í hver samskeyti. — Hæfileg lengd naglanna er % tommu, og ef svo fer að oddar þeirra koma aðeins í gegn, þá leggið grindina á slétt járn og sláið létt á naglahausana. Þá hnoðast oddarnir og grindin verður traustari. Gætið þess að hafa liæfilegt bil milli naglanna (sjá mynd). Gætið þess einnig, að endar list- anna standa einn sentimetra út fyrir brún og miðlistinn með gatinu stendur 3% cm útundan. — Að lokum þarf að athuga það, að enginn naglaoddur standi niður úr grindinni, þvi að þá er hætt við að borðið rispist. -— Atli.: Öll mál á myndinni eru í millimetrum. Hér kemur smádýr, sem þið gætuð vel sagað út handa litla bróður. Það er gíraffi, hálslangur mjög að vanda. — Teiknið út- línurnar með kalkipappír á smábút af birkikrossvið. Tvö stykki þarf að saga út af fótunum, en eitt af bolnum. Fótastykk- in tvö límast síðan utan á bolinn, og væri þá hægt að nota þvottaklemmur, tvær cða þrjár, sem þvingur. Þegar búið er að slípa vel allar brúnirnar með sandpappir, er dýr- ið málað gult eða gulbrúnt með vatnslit- um. Þegar guli liturinn er orðinn þurr, þá cru dökkir flekkir settir á skrokkinn, en augu og munnur teiknuð á með teikni- bleki (tússi). Að síðustu er svo lakkað yfir með þunnu sellulósalakki. Afsökun Jónsi féklt í skólanum eyðu- blað, þar sem móðir lians átti að skrifa, hvenær hann væri fæddur. Daginn eftir kom hann of seint i skólann og liafði ekki eyðublaðið með sér. Heyrðu, Jónsi litli, segir kennarinn, ]>ú verður að ltoma með afsökun fyrir að þú kem- ur of seint, og gleymdu svo ekki fæðingarseðlinum. Daginn eftir kemur Jónsi með miklu óðagoti til ltennar- ans og réttir fram seðil frá móður sinni. — Heyrið þér, kennari, ég kom með afsökun fyrir að ég kom of seint, en gleymdi afsökuninni fyrir að ég fæddist. 410

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.