Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Síða 31

Æskan - 01.10.1968, Síða 31
Lyftingar. Þórólfur Sveinsson Jiefur skrifað iþróttasíðunni og beðið uin upplýsingar um lyftingar. Enda ])ótt bessi iþróttagrcin sé búin að vera á dagskrá Ól- ympíuleikanna frá endurreisn ]>eirra árið 1896, er hún svo til ó])eklit Jiér á landi. Flestir æfa Ellen Ingvadóttir. Ungt afreksfólk lyftingar sér til gamans og heilsubótar, en mjiig margir einnig með keppni fyrir aug- um. Á Ólympíuleikunum er !ve])pt i lyftingaþriþraut. Hver þátt- taliandi fær þrjár tilráunir við hverja þraut. Fyrsta þrautin nefnist Pressa. Þá lyftir kepp- andinn lóðinu frá ln-jóstliæð og þar til hann hefur rétt alveg úr drmunuin. Hann má ekki lircyfa fætur né aðra Jikams- liluta en armana. Önnur þraut- in nefnist Snörun. Þá er Jóðinu snarað í einu átaki frá gólfi og upp fyrir liöfuð og tekin liné- lieygja um Jeið. (Sjá mynd 1). Siðasta þrautin nefnist Jafn- henda. Þá er Jóðinu fyrst lyft frá gólfi i brjósthæð eins og sýnt er á mynd 2. Síðan er lóð- inu lyft alla leið upp mcð því að rétta snöggt úr linjám og örmum. Heimsmet í þyngsta flokki á rússneskur maður með samtals 594 kg (201,5 — 174 — 218,5). Á undanförnum árum bafa nokkrir áliugasamir piltar stundað lyftingar bér á landi. •Tveir þeirra liafa náð árangri a alþjóðamælikvarða. i milli- ]>ungaflokki er heimsmetið i þrautinni 515 kg. í þeim flokki er Óskar Sigurpálsson og befur hann náð bezt 440 kg. Guð- mundur Sigurðsson hefur lyft samtals 420 kg, en i hans flokki, léttþungaflokki, er heimsmetið i lyftingaþriþraut 482,5 kg. Óskar hcfur nú verið valinn til að keppa í lyftingum á Ól- ympiuleikunum i Mexíkó. Ein cfnilegasta sundkona ís- lendinga í dag lieitir Ellen Ingvadóttir. Ellen fæddist í Noregi 13. janúar 1953 og er ]>vi aðeins 15 ára gömui. Hún byrjaði að æfa sund þegar hún var 13 ára gömul og bafa framfarir benn- ar í þessi tvö ár orðið mjög miklar. Nú i sumar hefur hún ná'ö sérstaklega góðum árangri. I landskeppni íslendinga og íra sigraði Ellen í 200 m bringu- sundi og varð önnur i 100 m bringusundi. Þannig átti hún sinn góða þátt í því að íslend- ingar fóru með sigur af hólmi í þeirri keppni. í keppni ís- lendinga og Vestur-Skota, sem fram fór skömmu síðar, sigr- aði Ellen aftur i 200 m bringu- sundi. Næst keppti liún á Norð- urlandameistaramóti unglinga, sem fram fór í Osló. Þar varð hún önnur í 200 m bringu- sundiog setti nýtt islenzkt met. Það met bætti bún svo nokkru síðar á miklu sundmóti, sem haldið var í Stokkhólmi og setti auk þess met i 100 m bringusundi. Þessi met bætti liún svo enn þegar heim kom. 200 m bringu- sund synti hún á 2:56,2 mín. og 100 m bringusund á 1:22,0 min. og náði þar með þvi lág- marki, sem sett var til ]>átt- töku i Ólympiuleikunum í Mexikó i haust. Enda ])ótt liún hafi náð lengst i liringusundi, er hún einnig vel liðtæk í öðrum greinum sundsins. Þjálfari hennar er Siggeir Siggeirsson og segir hann að liún sé mjög reglusöm og dugleg að æfa sig. Hún æfir á hverju kvöldi frá kl. 6—8 og auk þess á morgnana þegar liún getur komið því við. Við óskum Ellen góðrar ferð- ar á Ólympíuleikana, en bún verður yngsti fulltrúi íslend- inga þar. 407

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.