Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 14

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 14
 Heimsmet. Þriggja ára tvíburar hafa ný- lega vakið mikla athygli sund- áhugamanna um víða veröld. Þau heita Ulrike og Ingrid Westenrieder, og eru l>ýzk. Tvíburasystkinin byrjuðu að synda, þegar þau voru tveggja mánaða gömul, og nú, þegar þau eru þriggja ára, geta þau hvildarlaust synt í 47 mínútur. Með þvi hafa þau hnekkt heimsmeti, sem áðuráttuamer- ísk tvíhurasystkini, Paddy og Joan Mulligan, en þau eru ei- iitið eldri. Alexander mikli skipaði her- mönnum sínum að raka af sér skeggið, þegar hann fór í stríð móti Persum. Astæðan var sú, að Aiexander vissi, að Pers- arnir gætu gripið í hið langa skegg þcirra í bardögum, og þá yrðu hermennirnir óvígir. Hjálpsemi endurgoldin. 5aga þessi hefst á sólbjörtum sumarmorgni í héraðinu Galway á miðri vesturströnd írlands. Ung og ríkmannlega búin kona gekk þar eftir ströndinni og horfði með gleði á spegilsléttan sjóinn, sem glitraði i sólskininu. Nafn konunnar var Nuala og hún leiddi með sér sjö ára gaml- an son sinn. Hann hét Finbar. Hún hugsaði með sér: „írland er dásamlegt. Fegin vildi ég lifa hér alla ævinnar daga, en eiginmaður minn og heimili eru í Frakklandi. Og þó bjuggu forfeður mínir hér.“ Hún hafði komið í nokkurra daga heimsókn til frænda síns, sem hét Ardan og bjó í fallegri höll nærri ströndinni. Ung stúlka var á gangi drjúgan spöl frá þeim og íærðist nær. Annað fólk sást ekki, hvert sem litið var. Þá sagði drengurinn skyndilega: „Mamma, má ég fara úr skónum og vaða í sjónum?“ „Já, en vertu nú varkár. Þú mátt ekki vaða djúpt.“ Síðan fór drengur- inn að busla í sjónum, en móðir hans settist niður á stein í nokkurra skrefa fjarlægð og fór að lesa í bók, sem liún hafði tekið með sér. Skyndilega heyrði hún hræðsluóp frá syni sínum: „Mammal“ Hún leit í átt til sjávav og sá hvar Finbar brauzt um í vatnsborðinu, en þegar hún kom niður að sjónum, sá hún hvar drengurinn barst burtu með útfallinu. En þegar neyð- in er stærst, þá er hjálpin næst og svo vildi til hér. Unga stúlkan, sem hún hafði séð á gangi meðfram sjónum, varð þessa atviks vör og kom nú þjótandi, stökk út í sjóinn, synti til drengsins, tók hann i arma sína og svamlaði með hann til lands. „Hvernig get ég þakkað þér?“ sagði móðirin. „Ég er ósynd og barnið mid hefði drukknað, ef þig hefði ekki borið að. Komdu með mér og farðu í þuri' föt. Vagninn minn bíður þarna lijá höfninni." „Nei,“ sagði stúlkan, „því ég á heima við ströndina skammt héðan og ef ég hleyp hratt, kemst ég þangað á nokkrum mínútum." „Ég má ekki tefja þig rennvota, en viltu þiggja þetta sem tákn um inn- legt þakklæti mitt,“ sagði Nuala, tók af sér mjög fagra demantsbrjóstnælu og fékk stúlkunni. „En guð minn góður, þetta er of dýrt lianda mér,“ sagði stúlkan hissa. „Engin gjöf er of stór til endurgjalds fyrir hjálp þína. Ég bið þig a<^ þiggja þennan hlut. Að síðustu langar mig til að vita nafn þitt og svo skaltu flýta þér heim til að hafa fataskipti," sagði Nuala. „Ég heiti Marína," sagði stúlkan, faldi brjóstnæluna í lófa sínum og hljóp heim á leið. Drengurinn var ekkert miður sín eftir þessa svaðilför. Þegar hann og móð- ir hans nálguðust kastalann var komið að matartíma og síðan skyldu þau ganga um borð í skipið, sem átti að flytja þau til Frakklands. „Hvað hefur komið íyrir?“ sagði móðir Marínu, þegar hún sá dóttur sina koma rennvota heim. Marína skýrði frá atvikum og móðir hennar varð ♦ Ævintýri og sögur, frá ýtnsum löndum. ♦ 390

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.