Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 39

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 39
Vinsælasti ❖ söngvarinn. | Svar til Aðalbjargar: Tuttugu og átta ára gamall cr söngvarinn Tom Jones nú hæst launaði skcnnntikraftur í Englandi. Fyrir að koma fram á skemmtunum getur hann fengið á einni viku 1,1 milljón króna. Ef við bætum ofan á þetta smáræði þeim upp- hæðum, sem hann fær fyrir plötur sínar, sjónvarpsþætti og söngferðir, ])á getur víst enginn efazt um, að námuverkamanns- sonurinn frá Wales er sólarmegin í lífinu. Tom er frá Suður-Wales, þar sem hann hóf ferli sinn sem sniðari i hanzkaverk- smiðju. Hann var samt ekki nema 12 ára þegar liann ákvað að verða atvinnusöngv- ari, og i öllum sínum frístundum söng iiann hvar sem færi gafst. Það er ótrúlegt en satt að ekki eru nema 4 ár síðan hann hóf söngferil sinn sem söngvari á kaffi- húsi. Hann á nú glæstari framtíð fyrir höndum en nokkru sinni fyrr. Hann hefur unnið sér sess sem fráhær listamaður, og tilboðin streyma til hans. Núna á Tom, eða Thomas Jones Woodward, eins og hann heitir réttu nafni, iburðarmikið hús utan við London, veðhlaupahest, Rolls Royce og Mercedes Benz bíla, og svo auðvitað gilda innstæðu í banka. TOM JONES PeterTork Mike Nesmith Micky Dolenz DovyJones The Monkees Svar tii Svövu: Það sem fyrst og fremst hefur stuðlað að vinsældum Monkees, er að þeir félagar hafa alla tíð leikið hljóm- list með 13 til 1G ára unglinga i huga, og þeir hafa aldrei breytt út af þeirri stefnu sinni. Lögin þeirra eru einföld, glaðleg og auðlærð. Fáar hljómsveitir hafa haft í jafn mörg horn að líta og Monkees. Milli þess sem þeir hafa leikið i sjónvarpsþáttum sinum, iiafa þeir gefið sér tima til að fara i hljómleikaferðalög og leika á liljómplöt- ur. íslenzka sjónvarpið hefur sýnt nokkra Monkees-þætti, og liafa flestir þeirra átt mikium vinsœldum að fagna hjá ungling- um, og eftir því sem hlaðið hefur frétt, má búast við framlialdi á þáttuin þessum í islenzka sjónvarpinu á komandi vetri. — Á síðastliðnu sumri léku þeir félagar í sinni fyrstu kvikmynd, og var myndin tekin í Bandaríkjunum og Japan, en þráður henn- ar er á þá lund, að þeir fjórmenningarnir eru á ferðalagi á mótorhjólum og lenda i ýmsum skemmtilegum ævintýrum. — Davy er sagður frcmur ]>urr á manninn. Mike Nesmith er alltaf með hugann við fjöl- skyldu sina og nýja húsið sitt í Hollywood. Micky er sagður vingjarnlegastur þeirra félaga, hefur opið hús fyrir vini sina frá morgni til kvölds og þar er alltaf glatt á lijalla. Peter Tork fer sínar eigin götur og liefur vist ekki áliuga á neinu. Hann er sagður oft mjög ejnmana. Rúnar Gunnarsson. SVAR TIL DÓRU: Rúnar Gunnarsson er fæddm- i Reykjavik 10. marz 1947. Hann stundaði nám Við Gagnfræða- skóla Austurhæjar. Eftir það sótti hann námskeið í hagnýt- um verzlunarfræðum við Verzl- unarskólann. Gitarinn mun hafa kveikt áhuga hans á músikinni, og 14 ára að aldri eignaðist liann rafmagnsgítar, sem hann gat tengt við útvarp. Rúnar lék með Dátum i tvö ár. Nú er hann mikilvægur þáttur i hinni ágætu hljómsveit Ólafs Gauks, söngvari og bassaleik- ari. Rúnar hefur samið nokkur lög, sem náð hafa miklum vin- sæidum, og má i því sambandi nefna lögin „Gvendur á eyr- inni“ og „Úr glugganum". Rúnar ver frístundum sínum í að teikna og mála, og úður cn músikin náði alveg tökum á lionum var hann um tima við nám i Myndlistarskólanum við Freyjugötu. 415

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.