Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Síða 17

Æskan - 01.10.1968, Síða 17
HRÓl HÖTTCR jf. y y if. >f >f >f. Endir ^ ^ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★ „Dragið nú bogana, drengir," mælti höfðinginn, ,,og sýnið gestum vorum hvernig við skjótum í Skírisskógi." Pilviðarkvisti var stungið niður i jörðina býsna langt í burtu og blómhringur liengdur á. Lögin við skotleik þennan voru, að hver sem ekki hæfði hringinn, skyldi hafa fyrirgert boga og örvum og fá löðrung í þokkabót. Skógarmennirnir komu fram hver á eftir öðrum og hæíðu allir markið, þangað til kom að Litla Jóni. Hann miðaði óvandlega og missti marksins um nærri þrjá þumlunga. Hrói höttur rak honum rokna löðrung, svo að hann hafði dyn fyrir eyrunum lengi á eftir, og þá átti hann sjálfur að skjóta. En honum brá mjög í brún, þegar ör hans flaug öðrum rnegin við hringinn. Allir menn hans hlógu, svo að undir tók í skóginum. „Þú hefur l'yrirgert boga þínum,“ kölluðu þeir með kát- ínu mikilli. „Biskupinn skal nú gjalda þér skotlaunin." Klerkurinn hló með, braut upp kjólermar sínar og gekk að skógarmanninum. Hrói höttur stóð keikur og fastur fyrir með krosslagða handleggi, en biskup rétti honum svo vænan löðrung, að hann skall kylliflatur til jarðar. „Afl mun vera í örmum þér,“ mælti Hrói, þegar hann var staðinn á fætur aftur. „Það tel ég víst, að þú getir skotið af boga eins vel og vér.“ Biskupinn glotti, tók vopn- ið, sem Hrói hafði fyrirgert, og miðaði á hringinn. Ör- inni var skotið of geyst, hún flaug fyrir ofan pílkvistinn og stóð í tré einu nokkru fjær á sléttunni. „Nú skalt þú einnig ía laun þau, sem þú hefur til unn- ið,“ sagði Hrói höttur, óð að honum og rak honum löðr- ung af öllu afli, en biskupinn þokaðist ekki um einn þumlung við höggið.- I sama vetfangi hleypti riddari einn í loftinu yfir slétt- una og stefndi að þeinr. Hann stökk af baki og skund- aði til þeirra. Það var riddarinn frá Vinfró. „Á burt, drengir!" æpti hann, „burt nú þegar! Ríkarður konung- ur leitar yðar. Skógurinn er fullur af hermönnum, og þér verðið. ..“ Nú hætti hann skyndilega. Honum liafði orðið litið á biskupinn, sem hvessti á hann augun. í sama vetfangi lá hann fyrir fótum hans. „Fyrirgef manni, sem lengi hefur þjónað þér með trú og hollustu, mild- asti konungur,“ mælti hann. Hrói höttur stóð sem þrumu lostinn, Nú skildi hann hvernig í öllu lá. Það var sjálfur Ríkarður konungur, sem hann hafði rétt áðan löðrungað, eins og hann hafði haft afl til. Hann kastaði sér á kné við hliðina á riddaran- um og beiddist vægðar. „Riddari," mælti konungur, „þú hefur illa breytt, en ég fyrirgef þér. Stattu upp — eignir þínar eru þér aftur gefnar. En hvað þig snertir, hrausti ræningi," mælti hann og lagði höndina á höfuð Hróa, þá get ég aðeins fyrir- gefið þér með þeim kostum, að þú og menn þínir komi með mér til Lundúna og gerist bogmenn mínir.“ Skógarmennirnir æptu af fögnuði. „Lengi lifi Ríkarður ljónshjarta!" kvað við um loftið, og liver maður féll á kné fyrir konungi. Síðan sté konungur á hestbak og reið af stað. Með hon- um fylgdust þeir Hrói höttur, Litli Jón og Vilhjálmur skarlat, og komust þeir síðan smátt og smátt til vegs og virðingar. Margir skógarmanna dreifðust nú, og fór hver í sína átt, en hér um bil fimmtíu hinir tryggustu fylgdu sínum ástfólgna höfðingja til Lundúna. M skaut Hrói af boga sínum i sfðasta sinn. 393

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.