Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1971, Page 10

Æskan - 01.05.1971, Page 10
0* ^jann var einn á ferð. Framundan voru borg- armúrar Jerúsalem. Hann staðnæmdist \ / stutta stund undir gömlu sedrusviðartré til þess að hvíla sig. Þaðan gat hann virt fyrir sér rómversku hermennina, sem þrömmuðu fram og aftur fyrir framan þorgarhliðin. Logarauðum bjarma sló á brynjur þeirra og sþjót við síðustu geisla kvöld- sólarinnar. Hinn sami roðabjarmi teiknaði daufa pur- puralita umgerð um greinar gamla sedrusviðartrésins. í hundruð ára höfðu veður skekið það og skælt. Hiti, kuldi, stormar og regn, allt hafði merkt ör og hrukkur á lifandi stofn þess. En á þessari stundu varð það allt í einu svo fagurt, rétt eins og það yrði ungt í annað sinn. Við borgarhliðin fékk hinn ókunni að vita, að liðið væri að lokunartíma. „Eftir stundarfjórðung hljóma lúðrarnir, og þess vegna, ókunni maður, er aðeins stutt stund þar til þú verður að fara úr borginni," sagði einn varðanna. Blindur betlari hafði setið við borgarhliðið með betli- skál sína. Hú reis hann snögglega á fætur, dró djúpt að sér kvöldloftið og fylgdi hinum ókunna inn í þröng- ar götur borgarinnar. „Sjáið baral'1 sagði einn varðanna. „Það lítur út fyrir, að Jakob blindi sé ekki í neinum vafa um, hverjum hann á að fylgja. Hann hefur ef til vill heyrt um spámanninn, sem sagt er, að muni koma utan úr eyðimörkinni og tala til fólksins." „Heldur þú, að þessi spámaður geti gert krafta- verk?" spurði nú einn varðanna. „Nei, ábyggilega ekki,“ svaraði félagi hans. „Eftir því sem sagt er, er hann eins í útliti og allir aðrir, og ég trúi ekki þessum sögum, sem sagðar eru af honum," bætti annar varðanna við. „Ef við yrðum vitni að þessu og sæjum með okkar eigin augum, yrðum við að trúa," sagði sá fjórði. Þeir fóru nú að segja hver öðrum sögurnar, sem þeir höfðu heyrt af spámanninum, og þannig leið tím- inn, þar til næturverðirnir tóku við. Jakob blindi fylgdi fast eftir hinum ókunna. Hinn duldi kraftur, sem oft er gefinn þeim, sem lifa í myrkri, stjórnaði sporum hans og rak hann áfram, en oft dróst hann aftur úr til þess að hlusta. Hann heyð1 allt, en sá auðvitað ekkert af þeim atvikum, sern nu gerðust örhratt hvert á eftir öðru á 12 stuttum mínút' um. Hann heyrði unga konu syngja, en sá ekki, sS hún sat við oþinn glugga frammi fyrir spegli og var að greiða hár sitt og* dást að útliti sínu. Skuggi hms ókunna féll á vegginn í stofunni. Söngur stúlkunnar þagnaði, og greiðan féll úr hendi hennar. Svo heyr®' ist rödd hennar aftur, hún talaði til einhvers, sem hJa henni var. Blindi maðurinn heyrði, að hún sagði: ,,Hve lengi mun ég halda fegurð minni?" „Aðeins nokkur ár enn," svaraði önnur rödd. „Og svo?“ „Snúðu Þer við og sjá þú!“ „Ég verð líka gömul?" „Já, og þú ^ir mörg ár enn, vona ég,“ svaraði hin röddin. „Ég sa allt í einu skugga líða yfir sþegilinn, og þá kom ÞesSl tilfinning allt í einu yfir mig.“ Það varð augnabl^5 þögn. „Talaðu, barn, hvað er það, sem allt í einu kom í huga þér?“ ,,Ég veit varla, hvernig ég á að koma orðum að því, en gleðin yfir fegurð minni er mér horfin. Ég sat við spegilinn og dáðist að útliti mínU liðlangan daginn, en núna, það var eins og kaldur gustur færi í gegnum mig og greiðan féll úr höndurTJ mér. Eitthvað innra með mér hefur breytzt. Ég s þetta ekki." — „Þú hefur kannski misst eitthvað, l°sn að við eitthvað. Ef til vill ert þú nú laus við hégóm3 girnd þína, barnið mitt" „Er það gott?" ,,Já, bam’ mitt, það verður þér til góðs." „Já, ég hef víst verl óttalega hégómagjörn, en nú er því lokið, og rr,er líður svo vei.“ Hinum megin götunnar stóð ung kona og balla sér út um oþinn glugga. Allt í einu sneri hún sér v og fór að tala við systur sína, og blindi maðurinn heyrði, að hún sagði: „Ég sá rétt í þessu, að hún missti greiðuna höndum sér. Allan daginn situr hún við spegilinn úr o9 dáist að sjálfri sér. Á ég að trúa þér fyrir dálitlu, sy góð? í langan tíma hef ég litið hana öfundaraugu^ silk1' Eg öfundaði hana af fegurð hennar, skartgripum, eibu kjólum og hinu ríkmannlega heimili. En núna allt i er ég leið út af þessu hennar vegna. Ég öfunda ha 10

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.