Æskan - 01.05.1971, Side 12
,,Að hafa hverja?“ spurði sá þriðji.
,,Já, hvaða gagn er þá að peningunum þínum?
Allt þitt líf hefur ekki gengið út á annað en að spara
og nurla saman fé. Einn góðan veðurdag mun ein-
hver strá þeim eins og ösku út í veður og vind. Já,
þú munt aldrei hafa neina ánægju af allri þinni ágirnd!“
,,Sagðirðu ágirnd?“ Munnur hins stóð opinn af
undrun.
,,Já, þú og ágirndin eruð eitt. Á ég virkilega að þurfa
að koma þér í skilning um það, sem þú ættir bezt að
vita?“
Þriðji maðurinn stundi. ,,Ég sem þræla mér út og
spara og spara til að sjá heimili mínu farborða, og þú
— þú kallar þetta ágirnd!“
„Já, þú ert ágjarn. Spurðu bara hvaða barn sem
er hér í götunni. Þú ert nirfill! Og börn þín bíða að-
eins eftir því að þú fallir frá.“
,,Og þá heldur þú, að peningunum verði eytt?“
,,Já, fyrir þeim mun fara alveg eins og víninu, sem
flýtur hér um gólfið.“
,,Ég held ég sé byrjaður að trúa þér,“ sagði þriðji
maðurinn eftir stutta þögn. ,,Ég fer nú og hugsa ráð
mitt, en ég kem seinna. Ég bið þig að hugsa ekki illa
til mín þangað tii.“
Jakob blindi heyrði nirfilinn yfirgefa krána, og hann
flýtti sér áfram, því hinn ókunni var kominn langt á
undan honum. Lengra niður eftir götunni heyrði Jakob
blindi hróp og köll. Viti sínu fjær af reiði var kona ein
að skamma mann sinn. Konan bölvaði manninum og
lét reiði sína bitna á barni þeirra, sem hún hrinti til
og barði. Maðurinn hrópaði á móti, og barnið veinaði
og grét.
En skyndilega datt allt í dúnalogn. Maðurinn fór
að hlæja og sagði því næst blíðlega: „Maturinn er
seint á ferðinni, súpan er köld, og ég ræð ekki við
skap mitt, og hver er svo niðurstaðan?"
,,Já, satt segir þú,“ anzaði konan með grátstaf í
kverkunum. ,,Þú verður vondur, og ég bölva þér af
því að þú vilt ekki taka þessu með skynsemi. Súpu-
potturinn sprakk í sundur, og ég missti helminginn
af súpunni niður, áður en ég gat hellt henni í annan
pott, og þess vegna var maturinn ekki tilbúinn á rétt-
um tíma. Óréttmæt reiði þín kom þessu öllu af stað.“
Hún faðmaði að sér barnið, sem hún hafði verið að
berja, og grét fögrum tárum út af miskunnarleysi sínu.
„Við erum bæði mikil flón,“ sagði maðurinn. „Get-
ur þú fyrirgefið mér?“
Jakob blindi hélt áfram, og allt í einu var hann
staddur á miðju sölutorginu. Nokkrir voru að selja
varning sinn og aðrir að kaupa hann, og menn prútt-
uðu um verðið á vörunum. Raddir úr öllum áttum
klingdu í eyrum hans. „Bíddu, þú þarna,“ heyrði hann
einn kaupmanninn kalla. „Ég laug að þér, ég gaf UPP
rangt verð. Hér er rétta verðið. Það er satt sem ®g
segi, en þú getur gert hvort þú vilt heldur, látið vor-
una liggja eða tekið hana.“ — „Já, ég tek þetta núna,
en ég vissi, að þú varst að Ijúga áðan.“
Úr annarri átt heyrði blindi maðurinn, að g°rn
eggjasölukona kallaði á viðskiptavin sinn með þessum
orðum: „Staldraðu við! Það er ekki rétt tala á eggjun
um í körfunni þinni. Taktu þessi tvö í viðbót, þá er
talan rétt.“
Og blindi Jakob hélt áfram. Enn heyrði hann föd >
ffer
sem sagði: „Sá, sem hefur glatað einhverju og
það aftur, verður feginn, og hér kem ég til að gleðJ3
Þig.“ t
„Og með hverju ætlar þú að gleðja mig?“ heyro|S
önnur rödd segja. *
„Það er mjög einfalt." Gullpeningur féll klingjan 1
á borðið. „Hérna, taktu hann, þú átt hann.“
„Já, sem ég er lifandi, en hvernig víkur þessu
við?“
„Spyrðu mig ekki, en vertu glöð, það sem var týn
hefur þú fengið aftur.“
„En hvernig stendur á því, að þú ert með hann-
„Ég gæti svo sem sagt þér, að ég hafi fundið hann
og einhver hafi sagt mér, að þú hafir týnt honum-
gæti líka sagt þér, að peningurinn þinn hafi skopP
ofan af borðinu þínu og ég hafi tekið hann upp-
verið svo önnum kafinn við mitt söluborð, að ég
BQ
að
en
haf'
ekki mátt vera að því að skila honum fyrr en nú. 0®
ég gæti sagt þér ótal aðrar sögur — allar trúlegar'
En nú finnst mér allt í einu miklu auðveldara að segJa
sannleikann.“
„Hver er þá sannleikurinn?"
„Ég stal gullpeningnum frá þér fyrir nokkrum
um. En í kvöld kom yfir mig svo einkennileg tilfinm’n9_
Mér fannst ég vera svo auvirðilegur, og mér fann
sem peningurinn brenndi mig, þar sem hann lá í pyn9J
minni. Nú er ég feginn að geta skilað þér honum,
hér hefur þú annan pening í skaðabætur, það le
samvizku mína.“
Lúðraþytur truflaði raddirnar. Það var merkið u^|
að borgarhliðinunum yrði lokað. Jakob blindi heyr ^
varðmennina koma frá aðalstöðvunum, og úr
turnunum hljómuðu klukkurnar, það var síðasta mer^
ið — dagurinn var liðinn. Kaupmennirnir flýttu ser
taka saman vörur sínar. Hinn ókunni gekk hratt m
aðalgötuna, og Jakob blindi fylgdi honum fast
Þá heyrði hann enn eina rödd, sem virtist koma
opnum glugga neðst í götunni:
fra
„Ef ég hef verið slæmur húsbóndi, þá bið ég y^
fyrirgefningar. En dagar ykkar og tími tilheyrði ^
12