Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 26

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 26
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR AlþjóSlegur vináttudagur barnanna hefur verið haldinn hátíð- legur í hálfa öld. Hinn 18. mai ár hvert hefur æskufólk í Wales sent út friðarboðskap, sem lesinn hefur verið í öllum helztu útvarpsstöðvum heims. Fyrir tveim árum las Skúli Þorbergur Skúlason frá Keflavík (þá 13 ára) þessa kveðju: „Piltar og stúlkur í Wales ávarpa æskufólk um allan heim á þessum vináttudegi. Landið okkar, Wales, er lítið og fjöllótt. Hér eru djúp stöðu- vötn og frjósamir dalir. Við eigum okkar eigið tungumál, sem er eitt hið elzta í Evrópu. Með hjálp þess sendum við í dag ósk okkar um vináttu í heiminum. En þó að tungumál okkar sé ólíkt ykkar tungumáli, biðjum við ykkur — ungu vinir — að kunngera einum rómi, að við krefjumst, að talað sé tungumál vináttu og réttlætis. Tungumál sátta og samlyndis. Við biðjum um hugrekki til að hrópa þetta yfir ofbeldi og kúgun. Það er svar okkar til þeirra, sem svelta og lifa í fátækt og eymd. Við biðjum líka um hugrekki og hjálp, til að kall okkar verði ekki einskisnýt orð. — Heldur megum við sýna vilja okkar í verki þannig, að hagnýtt og verklegt skipulag eflist með þeim, sem kappkosta það að uppræta og binda endi á stríð og hörmulegar afleiðingar þess í heiminum. Með því getum við vonazt eftir að þyggja heim, þar sem ekki þekkist, að ein þjóð kúgi og undiroki aðra. Heim, þar sem bræðralag ríkir í stað ófriðar og styrjalda. Heim, þar sem ást ríkir í stað haturs, — og þar sem réttlæti ríkir í stað harðstjórnar og ranglætis.“ Og Skúli samdi sjálfur kveðju, sem hann sendi frá íslenzkum börnum: Piltar og stúlkur í Wales! Við hér á íslandi eigum sömu óskir og þið um vináttu og frið í heiminum. Ingibjörg ásamt Skúla Þorbergi Skúlasyni, sem les kveðju frá Wales og svar frá íslandi, á Vináttudegi æskunnar. Enn einu sinni er svo Vináttudagurinn runninn upp, og ég enci' urtek þessar óskir. Eftir að hafa íhugað þessar friðaróskir, fór ég að velta Þvl fyrir mér, hvort íslenzk börn hugleiddu það yfirleitt, hve dásam- legt er að eiga heima þar sem ekki þekkist herskylda né blóðs' úthelling. Svo að ég spurði tvær yngismeyjar. Þær heita Erla Guðjóns- dóttir (11 ára) og Stella María Thorarensen (10 ára) og e'9a báðar heima í Keflavík. — Jæja, stelpur! Þegar ég spjallaði við ykkur í fyrra, töluðum við um bækur og leiki. — Teygjutvist og þessháttar. — Ætlarðu núna að tala um trimmið? spurðu þær. — Nei, nei. Ekki í þetta sinn. Ég ætla að tala um miklu alvar legri hluti. Og ég spurði: — Hafið þið nokkurn tima hugsað um. hvað það er gott að eiga heima í landi, þar sem friður ríkir en ekki stríð? Ég varð hálf undrandi, því að Erla svaraði strax: — Já! Helð urðu, að maður hugsi ekki(neitt! Ég varð að viðurkenna, að ég héldi, að þær hugsuðu ekki miki um slík málefni. — Jú, en»það kom fljótt í Ijós, að báðar höfðu hugleitt þetta. Málið hafði verið rætt í skólanum. Þær höfðu o hugsað um, hvað það er gott að eiga heima í landi, þar seirr maður getur gengið úti á götu, án þess að eiga það á hættu e vera skotinn niður eða sprengdur upp. Þær sögðust vita, hvað striðið væri hræðilegt, það væri a,i,a verið að sýna það í sjónvarpinu. Þær sögðust oft hugsa um ii,,lJ horuðu flóttabörnin, sem væru búin að missa pabba sinn °9 mömmu. Og þeim fannst sorglegt að sjá húsin sprengd upP- Og fólkið, sem komst lífs af, leggjandi á flótta eitthvað út í t>us,< ann. Sumt með lítinn böggul. Sumt með ekkert.. . En nú kemur ungur vinur þeirra inn til okkar. Hann er kalla®ur Villi. — Jú, hann vill heldur hafa frið en stríð. — En hann segir' að sér þyki nú svolítið gaman að fara í byssuleik! Svo er Þann þotinn í burt. Einhver spekingur sagði, að stríðsleikföng ættu ekki að vera til. Þær stöllur, sem eru svona alvarlega hugsandi, tóku undir P og þóttust hneykslaðar á byssuleikjum. Nú sagði ég, eins og „alvöru" blaðamaður: — Er nokkuð, sem þið viljið segja að lokum í sambandi v stríð og frið? Þær verða hugsandi á svip, og Erla segir: — Ég óska ÞesS' að aldrei verði strið á íslandi. Stella segir það sama. Svo bæta þær við: — Og helzt vildurn við, að það yrði hvergi stríð. — Já, kannski kemur að því, að friður ríki í heiminum. Áður en ég kvaddi þær vinkonurnar, sögðu þær mér, að Þ^ væru í stúkunni Liljum og væru Ijósálfar eldri. Þær fara á <u einu sinni í viku. Þar syngja þær skátasöngva, leika í leikritu111 og gera sér margt til skemmtunar. T. d. var Stella kosin fegorðar drottning á Ijósálfafundi í marz s.l. og krýnd. Henni fannst garnan að fá kórónuna. Erla hefur líka hlotið drottningartitil. — Hvað, er hún kannski skautadrottning? spurði einhver. — Nei, hún var kosin umferðardrottning, þegar hún var 8 ára- Það gerðist þannig, að frænka hennar hafði nýlega fengi® og fór með Erlu í ökuferð. Það kom þá í Ijós, að Erla þekkti umferðarmerki og var fljót að átta sig á þeim. Eitt skiptið sagði h t. d.: — Nei, passaðu þig að keyra ekki þarna! Það er <oe „Innakstur bannaður"! ^ Já, hún kunni umferðarreglurnar svo vel, að frænka hennar fleiri kusu hana umferðardrottningu og veittu henni verðlaun. Eitt skulum við alltaf muna, að umferðarreglurnar kunnura 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.