Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 29

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 29
ngelo horfði angurværum aug- um út í horn litlu stofunnar í fiskimannskofa á eynni Caprí, en hún er í Miðjarðarhafi sunnan við italíu. í horninu sat Veronika systir hans og fléttaði körfu. Hún var falleg og góð stelpa, handlagin og iðin. En hún var blind, og það er þungbært hverjum, sem fyrir því óláni verður. Angelo var °ft að hugsa um það, hve Veronika systir hans ætti bágt. Engan dag hafði þessi óhamingja lagzt eins þungt á hann og að þessu sinni. Þetta var árið 1826. Það er því langt síðan. Angelo hafði frétt, að tveir erlendir terðamenn væru komnir til eyjarinnar. Annar þeirra var málari, en hinn lækn- 'r- Þessi læknir hafði sagt drengnum, sem lýsti blindu systur sinnar fyrir hon- um, að hún mundi geta fengið sjónina v'ð uppskurð á augunum. Þetta voru góðar fréttir. En þá kom tátæktin til sögunnar. Angelo vissi, að foreldrar hans voru ekki svo efnum búnir, að þeim væri fært að senda Veroniku til sérfræðings í augnlækning- um. Þessi læknir var hættur lækning- uoi og hafði lítið við þær fengizt, þótt ungur væri, og fékkst nú við málaralist. Það voru engir peningar til á heimil- inu til þess að kosta ferð Veroniku til augnlæknis, borga læknishjálp og ann- an kostnað er af ferð þessari leiddi. Drengurinn braut heilann um það, á t'vern hátt væri hægt að afla fjár handa Veroniku, svo að hún gæti fengið sjón- ina. Gæti hann ekki með einhverju móti unnið sér inn peninga til þess að hjálpa systur sinni? Honum þótti afar vænt um hana. Skyndilega datt honum nokkuð í hug. Honum var kunnugt um gamlar rústir frá ú'mum Rómverja, sem voru á norðvest- snverðri eynni. Sagan segir, að Tíberí- Us keisari hefði á sínum tíma átt þarna höll. Neðan við rústir þessar hafði haf- 'ð myndað smá holur og hella í klett- °tta ströndina. Einn þessara hella, en lnr> i hann var lágur gangur, hafði illt 0rð á sér. Menn álitu, að fjandinn byggi 1 hellinum. Fiskimenn höfðu fram til Þessa aldrei þorað að fara inn í hellinn, Þótt sagt væri, að falda fjársjóði væri Þar að finna. Svo tók hann ákvörðun. Hann ætlaði að rannsaka hellinn, sem nefndur hafði verið Djöflahellir fram til þessa. Ef til vill fyndi hann peninga svo mikla, að þeir nægðu til þess að systir hans gæti fengið sjónina. Angelo flýtti sér niður að sjó, tók litla bátinn hans pabba síns og reri áleiðis til hellisins. Það var ekki löng leið. Drengurinn var því fljótur að róa þangað. Hann hafði stóran stein, sem hann batt um kaðalenda. Við þennan „stjóra" lagði hann bátnum. Angelo afklæddist og stakk sér í sjóinn og synti að inngangi hellisins. Hann var um metri á hæð. Vegna Veroniku hleypti drengurinn í sig kjarki. Hann ætlaði að bjóða öllum hættum og illum öndum byrginn. J- Hið fagurbláa Miðjarðarhaf féll hægt og rólega inn í þennan illræmda helli. Angelo fékk hjartslátt, er hann synti inn i hellisopið. Er inn kom, varð hann mjög óttasleginn. Sjórinn var eitt blátt logahaf. En þar sem hann fann, að sjór- inn var kaldur, vissi hann, að þetta var ekki hættulegt. Angelo sá, að hellirinn var stór. Hann er 54 metra langur og 15 metra hár. Allt var blátt. Einkennilegt virtist drengn- um þetta, en fagurt og hrífandi. Hann synti upp að neðanjarðarströndinni í hellinum. Hann var kominn inn í botn og tók sér dálitla hvíld. Þá sá hann, að við tóku önnur göng, bersýnilega gerð af manna höndum. Að líkindum höfðu þau legið upp að eða upp í höll Tíberíusar, er stóð á klettunum. Smám saman þrengdust göngin meira og meira. Angelo komst ekki lengra. Göngin höfðu hrunið saman eða niður. Drengurinn varð fyrir vonbrigðum. Hann hafði hvorki fundið fjármuni né illa anda. Hann var í vondu skapi, er hann synti fram að bátnum aftur og reri heimleiðis. Það var fallegt i hellinum. En hann gat ekki greitt kostnaðinn við lækninga- för Veroniku með þeirri fegurð. En það fór svo. Þegar Angelo sagði ferðamönnunum frá för sinni í hellinn, urðu þeir mjög forvitnir og fóru að skoða hann. Blái hellirinn á Caprí er hann nú nefndur og þykir mjög sérkennilegur og fagur. Ferðamenn komu í hóþum til þess að sjá og skoða hellinn. Angelo reri með fjölda manns þang- að og fékk hann töluverða þeninga fyr- ir ómakið. Það leið því ekki á löngu, þar til hann hafði fengið svo mikla fjár- upphæð, að hún nægði til þess að greiða allan kostnað, er leiddi af för Veroniku til augnlæknis, og lækningu á blindunni, er Angelo hafði harmað svo mjög. Veronika fékk sjónina, og það olli mikilli gleði á heimili hennar. En eng- inn fagnaði því meir en Angelo. Honum þótti svo undur vænt um systur sína. Blái hellirinn á Capri er enn í dag heimsóttur af fjölda ferðamanna hvað- anæva úr heiminum. Meðal þeirra eru margir íslendingar. Hafa sumir sagt frá hellinum í ferðapistlum. Að öllum líkindum eiga einhver ykkar eftir að sjá hann. wmm^mmmmmmmmm mmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.