Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 36

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 36
Björnstjerne Björnson. börn á aldrinum 9—14 ára, úr fimmtíu og sjö skólum, og um tuttugu og fimm þús- und nemendur úr framhaldsskólunum. Fyrst komu fjórir skrautlega klæddir lögreglu- menn, ríðandi á feykistórum hestum, en síðan hver skólinn á fætur öðrum. Hver skóli hafði sinn sérstaka fána, með fögru, táknrænu merki, sem borinn var í fylking- arbrjósti. Síðan kom hópur fánabera með stóra, norska fána. Þar á eftir kom hljóm- sveit skólans í glæsilegum einkennisbún- ingum, — en næstum hver skóli i Osló hefur furðu fullkomna lúðrasveit og legg- ur metnað sinn í að hafa hana sem bezta. Loks komu svo flestir nemendur skólans, og hélt hver einasti á litlum fána á lítilli stöng. Þannig kom hver skólinn á eftir öðrum, þar til göngunni lauk eftir nær þrjá klukkutima eins og áður getur. Þegar nemendur hvers skóla komu upp á móts við konungshöllina, byrjaði hljóm- sveitin að leika eitthvert fagurt ættjarðar- lag og hélt því áfram meðan gengið var meðfram henni. Þegar fánaberarnir komu á móts við konung, fjölskyldu hans og gesti, heilsuðu þeir með fánakveðju. Og er börnin gengu fram fyrir konunginn, lyftu þau upp fánum sínum og hrópuðu húrra á sinn einlæga og elskulega hátt. Er rauð- hattar og bláhattar, þeir nemendur, sem ég gat um að nokkru fyrr, gengu fyrir konung siðar i skrúðgöngunni, lyftu þeir upp húf- um sinum á litlum bambusstöngum um leið og þeir hylltu hann. Og þegar síðasti skólaflokkurinn hafði gengið fram hjá höll- inni, og hinni mikilfenglegu skrúðgöngu var lokið, gengu tugþúsundir áhorfenda upp að höllinni, hylltu konung á sinn hjart- næma hátt og sungu þjóðsönginn. Ég hafði verið hugfanginn allan tímann — hafði fylgzt með öllu eins og í leiðslu og hefði líklega staðið einn eftir, ef konan mín hefði ekki verið með mér, kippt í mig og kvartað um bakverk eftir um það bil fjögurra klukkutíma stöðu. Já, það var víst kominn tími til þess að hvíla sig um stund og fá sér einhverja hressingu. Minningarnar, sem þessi hátiðlega at- höfn skilur eftir, verða ógleymanlegar. Sú fegurð, sú háttvisi og sú einlægni, sem kom fram, þegar hinar prúðbúnu tugþús- undir Oslóaræskunnar hylltu hinn ástsæla konung sinn, máist aldrei úr minni. Ég held, að sú athöfn, sem þarna fer árlega fram, sé með öllu einstök, þótt miðað sé við margar þjóðir. Næsti stórviðburður dagsins, sem við horfðum á og hófst klukkan 14, var önnur skrúðganga — ef skrúðgöngu skyldi þá kalla — skrúðganga rauðhatta og bláhatta. Allar götur, sem þetta unga og gáskafulla námsfólk gekk um, voru líka fullar af fólki, og átti lögreglan fullt í fangi með að halda götunum opnum. En það var lögreglu- mönnunum mikil hjálp, að þeir voru á mjög stórum hestum, sem ekki var árenni- legt að verða fyrir. Riðu þeir hestum sínum sitt hvorum megin við fylkingu skólaæsk- unnar, svo að hún hefði nægilegt svigrúm, og komu þannig í veg fyrir, að manngrú- inn yrði of nærgöngull. Yfir þessari göngu var allt annar bragur en hinni fyrri. Þarna var á ferð námsfólk, sem var að hrista af sér tólf ára skólaryk og réð sér ekki fyrir kátínu. Kröfuspjöld þeirra voru full af alls konar fyndni og græskulausu gamni — sumu kannski dá- lítið grófu. Ýmsir voru í gervi þekktra, um- talaðra manna. Allir fáanlegir bílagarmar frá elztu tið voru þar með í för, flestir rauð- málaðir. Eru þessir bílagarmar greinilega geymdir aðeins til þess að taka þátt í þessari athöfn. Þá voru einnig þarna með furðulegustu hljómsveitir, sem framleiddu hina hjárómustu hljóma. — Yfir allri þess- ari einkennilegu ,,skrúðgöngu“ var, sem sagt, hinn broslegasti blær, enda augsýni- lega þannig í pottinn búið frá upphafi. Það mátti l.'ka fljótt skynja, löngu áður en skrúðgangan nálgaðist staðinn, þar sem Edward GrieS- við vorum, að menn væntu sér góðraf skemiptunar, enda varð sú raunin á. Menn veltust um af hlátri, er þeir sáu alla ,,dýrð' ina“,'og heyrðu öll hin furðulegu hljóð, °9 ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Þessari kynlegu göngu lauk svo, sarh" kvæmt gamalli venju, hjá minnismerk1 Henriks Wergelands, hins ástsæla þjó®' skálds Norðmanna, þar sem minnihð skáldsins var heiðruð með krönsum °9 ræðu. í sambandi við það, sem ég gat um nu siðast, vil ég taka fram, að snemma nm morguninn voru kransar lagðir á leiði ým' issa blysbera norsku þjóðarinnar og r®®' ur fluttar fyrir minni þeirra. Er þetta gömu og gróin venja. Önnur helztu hátíðaatriði þjóðhátíðar" dagsins, þau, er ekki hafa verið nefnó hér, var mikil samkoma stúdenta framan við háskólann með karlakórsöng og rse®' um og svo afar fjölbreytt þjóðhátíðarsam' koma, sem borgarstjórnin stóð fyrir. Su samkoma fór fram við hið veglega ráðhus Oslóarborgar og stóð frá klukkan 19 fram yfir miðnætti. Komu þar fram ýms|r kunnir ræðumenn, söngvarar, tónlistai" menn og upplesarar. Að lokum var dansað á torginu. Samkoman var mjög fjölmenn og fór ágætlega fram. Til dæmis var t®P ast hægt að segja, að vín sæi á nokkrnm manni, en við hjónin vorum þar í nokkra klukkutíma. Veður var stillt allan daginn og skýja® framan af. Um 10 leytið rigndi líka nokkra stund. En er leið á dag, birti til, svo 3 léttskýjað varð og bezta veður. Veðrið átt' því vissulega sinn þátt í því, að þessi daú ur varð okkur einstæður og ógleymanlegur‘ Sigurður Gunnarsson. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.