Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1971, Page 55

Æskan - 01.05.1971, Page 55
Ljósmóðir 1 bréfi frá H. B. í Reykhólasveit er spurt ^n'i störf Ijósmæðra, hvar hægt sé að læra pað starf og hve langan tíma námið taki. '-jósmæðraskóli íslands er til húsa í ar,óspítalanum í Reykjavík. Námið í hon- Urn tekur tvö ár og búa nemendur í heima- Vlst skólans. Námið hefst 1. október að hausti og stendur til maíloka. Ekkert skóla- gjald þurfa nemendur að greiða, en fá hins vegar rúmlega 7 þúsund krónur í kaup á mánuði fyrra árið, en rúmlega 10 þúsund síðara árið. Skólinn greiðir öll tryggingar- gjöld nemenda. Undirbúningsmenntun er gagnfræðapróf eða landspróf, og þurfa einkunnir í íslenzku og dönsku helzt að vera sæmilega góðar. Inntökualdur er 20—30 ár. Stúlka, sem vill gerast Ijósmóðir, þarf að vera vel hraust, bæði andlega og lík- amlega. Hún þarf að vera athugul og þolin- móð og hjálpfús að eðlisfari, skarpa dóm- greind þarf hún að hafa og vera glögg- skyggn á það, hvort fæðing sé eðlileg. Sé um afbrigðilega fæðingu að ræða, þarf hún oft að taka skjótar ákvarðanir um það að kalla lækni til aðstoðar. — Vinnutími Ijósmóður verður af skiljanlegum ástæðum oft óreglulegur, því að hún má búast við að vera kölluð til starfa á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Ljósmæður munu taka laun eftir 14. launaflokki opinberra starfsmanna. VÖRUGÆÐUNUM má ætíð treysta ÞRÍHJÓLIN vinsælust og bezt. Varahlutaþjónusta 55

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.