Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1976, Side 5

Æskan - 01.11.1976, Side 5
 Blessuð jólin Þau flytja mannheimi friðarmál blessuó jólin. :,: þau gleðja brosandi barnsins sál. :,: blessuð jólin. :,: Þau gera allt eins og ungt og nýtt og allra heimkynni bjart og hlýtt :,: blessuð jólin. :,: Þau senda Ijómandi Ijósatré :,: blessuö jólin. :,: Þau signa fólkið þó fátækt sé :,: blessuð jólin. :,: Þau draga flöggin í fulla stöng og fylla húsin með dýrðarsöng :,: blessuð jólin.:,: Og gamla fólkið með fögnuö sinn, :,: blessuð jólin. :,: þau láta yngjast í annað sinn, :,: blessuð jólin. :,: Þau hvísla guðsrödd í huga manns um helga talþræöi kærleikans :,: þlessuð jólin. :,: Þau snerta græðandi sérhvert sár :,: blessuð jólin.:,: Þau gefa bros fyrir böl og tár :,: blessuð jólin. :,: Þau skapa voninni vængi og flug, þau veita geislum í dapran hug :,: blessuð jólin. :,: Þau bera áhrif í ókunn lönd :,: blessuð jólin :,: og hlýjar óskir að hverri strönd :,: blessuð jólin. :,: Þau finna bústað hvers fjarlægs manns og flytja kveðju frá vinum hans, :,: blessuð jólin. :,: Þau færa barninu bros og gjöf :,: blessuð jólin :,: þau signa hljóðlega hverja gröf • :,: blessuð jólin :,: þann sannleik flytja til sérhvers manns, að sérhver annar er bróðir hans :,: blessuð jólin. :,: Þau rata sjálf í sérhvert hús :,:blessuð jólin.:,: Þau koma allsstaðar frjáls og fús :,: blessuð jólin. :,: Þau koma helst inn í hjarta manns, sem hlýja ylgeislar kærleikans :,: blessuð jólin. :,: Þau bjóða velkomin börnin öll :,: blessuð jólin. :,: Þau koma jafnt inn í hreysi og höll :,: blessuð jólin.:,: Frájörð til himins þau byggi brú úr blessun, kærleika, von og trú. :,: blessuð jólin. :,: Sig. Júl. Jóhannesson. ^SKAN Hið nýja snið og efnisval hefur aflað blaðinu aukinna vinsælda 3

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.