Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1976, Qupperneq 6

Æskan - 01.11.1976, Qupperneq 6
Seltius lagerlöf s LAPPIOG GRAFELDUR H, lerragarðseigandi í Kolskógum ætlaði að láta skjóta einn veiðihunda sinna. Hann sendi eftir skógarverði sín- um og sagðist ekki geta átt þennan hund lengur, það væri ómögulegt að venja hann af að elta kindur og hænsni. Þess vegna bað hann skógarvörðinn að fara með hundinn og skjóta hann. Skógarvörðurinn lagði af staö með hundinn í bandi og ætlaði meö hann út í skóg, þangað sem vant var að skjóta og grafa alla uppgjafahunda frá höfuðbólinu. Hann var ekki vondur maður, skógarvörðurinn, en honum þótti vænt um að fá að skjóta þennan hund. Hann var nefnilega sekur um fleira en að elta kindur og hænsni. Stundum fór hann út í skóg og drap héra og orraunga. Hundurinn var lítill og svartur, með gula bringu og gular framlappir. Hann hét Lappi. Lappi var svo vitur, að hann skildi mannamál. Þegar skógarvörðurinn teymdi hann burt með sér, vissi hann vel, á hverju hann átti von. En enginn hefði getað séð það á Lappa. Hann hvorki hengdi höfuðið né lagði niður rófuna, heldur bar sig vel, eins og hann var vanur. Honum var sérstaklega annt um að bera sig vel, vegna þess að þeir lögðu leið sína um skóginn. Þessi víðáttu- mikli skógur, sem umgirti gömlu grjótnámuna á alla vegu, og menn og dýr vissu, að hann hafði vaxið ífriði um langan aldur. Þar hafði tæpast verið höggvinn eldiviður. Eigendurnir höfðu heldur ekki gert sér það ómak að grisja hann. Það var eðlilegt, að svona skógur væri notaleg heim- kynni villidýra, enda var margt af þeim. Þau kölluðu skóginn sín á milli Friöarskóg og álitu, að hann væri öruggasti griðastaður landsins. Þegar Lappi gekk þarna gegnum skóginn, fór hann að hugsa um, hve grimmur hann hafði stundum verið við smádýrin, sem áttu þar heima. Ef þau vissu, hvað biði hans nú, yrðu þau kát og gætu horft á hann úr fylgsnum sínum sigri hrósandi. Hann veifaði rófunni og rak upp glaölegt gelt, svo að enginn skyldi ímynda sér að hann ætti bágt. ,,En lítið hefði nú veriö gaman að lifa, hefði ég ekki farið á veiðar stöku sinnum," hugsaði hann. ,,Það má hver hafaVonda samvisku fyrir mér." Lappa varð undarlega bilt við, þegar hann hugleiddi þetta nánar. Hann teygói upp höfuðið, eins og hann langaði til að góla. Hann hætti að hlaupa vió hlið skógarvarðarins, heldur lötraði á eftir honum. Það var greinilegt,' að nú var Lappi að hugsa um eitthvað óskemmtilegt. Þetta var að vorlagi, og elgkýrnar voru nýbornar. Kvöldið áður hafði Lappi lagt í einelti kálf, sem var taep- lega vikugamall, og flæmt hann út í mýri. Hann elti kálfinn fram og aftur — ekki til þess að veiða hann, heldur hafði Lappi gaman af að hræða hann. Elgkýrin vissi, að mýrin var rótlaus, og svona snemma á vori var hún áreiðanlega ófær stórum skepnum. Þess vegna stóð hún í mýrarjaðrinum og horfði á leikinn. En Lappi elti kálfinn lengra og lengra. Þá tók hún allt í einu til fótanna út í mýrina. Hún hrakti Lappa á flótta, komst til kálfsins og sneri aftur með hann. Elgir eru flestum stórum skepnum haef- ari til að ganga í mýrum, og allt virtist ætla að ganga veL En þegar kýrin var rétt að komast úr mýrinni, steig hún a þúfu, sem lét undan, og þá sökk hún niður í djúpt fen- Kýrin braust um og reyndi að koma fyrir sig fótunum, en fenið var rótlaust og hún sökk dýpra og dýpra. Lappi stóð álengdar. Honum varð bilt við. En þe9ar hann sá að kýrin komst ekki upp úr, hljóp hann heim- leiðis á fleygiferð. Honum datt í hug, að nú yrði hann barinn fyrir að elta kúna út í fenið. Hann var svo hraedduh að hann linnti ekki á sprettinum, fyrr en hann kom heim- — Það var þetta, sem Lappa kom í hug nú, þegar hann gekk um skóginn. Honum þótti í raun og veru leióinleQ að hafa gert þetta, — miklu verra en allt annað, sem hann hafði gert Ijótt. Honum leiddist það vegna ÞesS’ a, hann hafði alls ekki ætlað sér að drepa hvorki kúna ne kálfinn. Þetta var óviljaverk. ,,En hver veit, nema þau séu lifandi enn," hugsa Lappi. ,,Þau voru ekki dauð, þegar ég skildi við þau- Hann fékk óviðráðanlega löngun til að vita, hvermð farið hefði. Enn var tími til þess. Skógarvörðurinn virtis* ekki halda fast í bandið. Lappi stökk snöggt til hliðar, s|e' sig lausan og þaut burt eins og örskot. Skógarvörðuri hafi ekki einu sinni ráðrúm til að miða byssunni, áður hann var horfinn. Skógarvörðurinn neyddist til að veita Lappa eft,r og þegar hann kom niður að mýrinni, sá hann Lappi stóð á þúfu og gelti af öllum kröftum. Hann frá sér byssuna og stiklaði út í mýrina, til að sja þetta væri. hvar lagði hvað ÆSKAN — Börn og unglingar kunna að meta sitt fagra blað 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.