Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1976, Side 27

Æskan - 01.11.1976, Side 27
SIGURÐUR DRAUMLAND: SÓLARLAG -- - Bjarminn af miðnætursólinni yfir Faxaflóa rauðgyllir vesturstafninn á lágreista húsinu á Holtinu. Glugginn á nshæðinni Ijómar og inni í herberginu slær daufum gullslit á blýants- 'eikningarnar sem hanga á þilinu. Aðeins ein þeirra ber lit. Sólkringla viö hafsbrún, máluð með gulri krít. Birtan sem leikur um hana gegnum glugg- ann gefur myndinni furðu raunveru- le9an blæ. Einhver er að koma upp stigann. °9 svo stendur hann á skörinni, aldraður maður, silfurhærður, hárið mikið ög úfið, bringuskeggið einnig. ^ann litast um hljóður og hæglátur. ^ona kemur innan úr stafnherberg- inu. '— Hvernig líður? spyr maðurinn. — Ö, þessu er víst alveg að Ijúka. — Fæ ég að sitja hjá honum? — Já. Þegar hann kemur inn aó rúminu í stafnherberginu hreyfir lítill drengur höfuöiö, lítur á manninn og brosir. Svo leggur hann augun aftur. Vinur hans sest á stól við rúmið og strýkur hendi yfir sængina. Hann tekur til máls og talar lágum rómi, ^irðist hress og glaður: Nú er ég kominn til að rölta með að landamærunum og óska þér 9óðrar ferðar. Ég vildi að ég væri að ,ara þessa ferð sjálfur, það er svo 9aman að kanna ókunna stigu. ^ianstu eftir ferð okkar í skógarmörk- 'na, þegar þú sagðist ætla að verða ^álari? Ég á eftir að mála mynd um nað ferðalag, svo er ég kominn yfir ll(a. Viltu vísa mér á fagurt landslag og gróður hinum megin, þegar ég kem? Maður verður að eiga einhvern að, með þessháttar. Orö þessi hafa góð áhrif á dreng- inn, hann lyftir höfðinu lítið eitt af svæflinum og gleðin Ijómar í svip hans. — Ég skal gera það. En þú verður nú fljótur að finna allt sjálfur. — Þú segir það, vinur. Einu sinni gekk ég framhjá sjálfu sólsetrinu í höfuðborginni, mundi bara ekki að það væri til, og, fór að mála hvaðeina annað. Þú bentir mér á það sem bar hærra. Ég hef stundum verið nokkur jarðbundinn. Gamall snillingur er að Iftillækka sig, bæöi til þess að gerast ekki of fyrirferðarmikill í heimi stundarinnar og af meðfæddri einlægni. Svo mælir hann áfram: — Ættum við að gera félag, þegar ég kem þangað sem þú ætlar núna, um að mála mynd af reglulega fallegu sólarlagi? Það skyldi nú bara vera hægt aó spila það á fiölu, ef við vöndum okkur vel., Drengurinn opnar augun og í þeim speglast gleði og eftirvænting. • —Já. Svo eins og sofnar hann og ósegjanlegur friður og bjarmi ríkja í stafnherberginu. öldungurinn situr og horfir hugsandi á litlp ófullgerðu teikninguna af sólkringlunrii, sem Ijómar á þilinu. Nú hefur honum bæst ný sýn, sem hann er hugfanginn af, og gaman væri að festa á mynd: Sólarlag með regnbogaskýi, sem lítill drengur réttir hendurnar á móti. Hann ætlar að geyma þessa mynd í huganum. En nú er konan komin að rúminu, og hann skynjar að hér hafa orðið nokkur umskipti. Þögnin er heilög tjáning. Listamaðurinn aldni kveður konuna með handtaki og gengur til dyra. Þegar hann er kominn út í sól- bjarmann á götunni, verður hann sem snöggvast að skyggja hönd fyrir. Nokkrir dropar hrynja niður í skeggið. Þeir líta út eins og gulltár — og eru það. áSur en hann vaknar? ÆSKAN Það er Ijótt að vera óhreinn um hendurnar að þarflausu 25

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.