Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 40

Æskan - 01.11.1976, Page 40
BflRDflGl UIÐ ÚLFH fl JÓbflNÓTT N< \ lorðmennirnir, sem fluttust til Ameríku fyrir meira en einni öld urðu að þola marga raun, bæði af erfiði og kulda. Flestir þeirra urðu bændur, en frá einum greinir, sem stundaði póst- ferðir allt sitt líf, og lét ekki bugast af neinu. Hann varð aldrei neinn auðmaður, en um hann urðu til hetju- sögur í Kaliforníu, og er það nokkru minna virði en auður, þegar sagan er skráð? Póstur þessi hét Jón Tomsen og var frá Þelamörk — eða John Thomsen, eins og hann skrifaði nafn sitt eftir að hann hafði verið nokkur ár í Ameríku. Hann fór til Kaliforníu til þess að grafa gull en fann ekki, og þá tók hann aó sér starfa, sem enginn annar hefði leikiö eftir á þessum slóðum. Hann var skíðamaður góður. Pósturinn var fluttur yfir fjöll og firn- indi milli austurs og vesturs, en um vetrarmánuðina voru þetta hinar mestu glæfraferðir. En pósturinn varð að komast sína leið, og það var aug- lýst eftir manni, sem vildi taka það að sér að bera póstpokana yfir fjöllin. Aðeins einn umsækjandi gaf sig fram, og það var Þelamerkurmaöurinn Jón Tomsen. Daginn, sem hann mætti til þess að taka við starfinu, hafði hann meöferðis tvo langa flata hluti, sem enginn hafði áður augum litið. Þaö voru skíði. Og strax og hann hafði fengið starfann spennti hann skíðin á sig og lagöi af stað. Vegalengdin var níutíu enskar mílur, sem hann átti fyrir höndum, allt yfir fjöll að fara, og verst af öllu var, að veðrið var tíðast ótryggt á þessum slóöum. Fólk horfði undr- andi á eftir honum, er hann fór í fyrstu póstferðina, því að það bjóst ekki við að sjá hann aftur fyrr en næsta vor. Sumir töluöu meira að segja um að safna saman leitarflokki til þess að draga líkið heim! En aðrir álitu, að maður, sem hefði kjark í sér til þess að leggja á fjallið um hávetur, myndi ekki láta sér það fyrir brjósti brenna að liggja í snjónum fram á næsta vor. Sex dögum eftir brottförina frá Kaliforníu var Jón kominn þangað aftur. Og póstpokann hafði hann meðferöis! Úlfarnir sóttu fast að póstinum, sem varð- ist uppi á klettunum. I tuttugu ár var Jón Tomsen eini tengiliðurinn milli austurs og vesturs í Ameríku um vetrarmánuðina. Póstvagnar, hestar og járnbrautar- lestir urðu að staðnæmast við austurhlíðar fjallanna, en þegar ekki varð komist lerigra, stóð Þelamerkur- maðurinn þar og beið póstsins. Svo tók hann póstpokann á bakið og lagði upp á ný. Leiðin var brattari austur yfir, og tók hann þrjá daga að komast þangað, en svo hallaði undan fæti vestur um, og nægðu honum tveir dagar á þeirri leið. Póstpokinn vó tíð- um 25 kíló. Jón hafði aldrei meira nesti með sér en það, sem hann gat komið í vasa sína. Svefnpoka notaði hann ekki, en væri veörið sérstaklega grimmt gróf hann sig í snjó og hafðist þar við uns veðrinu slotaði. En oftast tafði hann hvergi en hélt göngunni sífellt áfram. Það kom sjaldan fyrir að Jón hitti fólk á ferðum sínum um fjöllin. En eitt sinn varð honum gengið fram a feröamann, sem lá í litlum fjallakofa, og voru báðir fætur hans kalnir. Þarna hafði maðurinn hafst við í tólf sólarhringa. Einmitt í þann mund, er Jón bar þarna aö, hafði maðurinn ákveðið að höggva af sér fæturna og var kominn meö öxina í höndina. Það var kominn kolbrandur í beinin, og hann vissi, að ef ekki yrði komist fyrir hann, myndi hann deyja. Fyrst eftir að Jón kom í kofann til mannsins, varð engu tauti við hann komið; fæturnir skyldu höggnir af, hvað sem hann segði! — Hvaö kom honum þetta við? Voru þetta kannski ekki hans faetur? Og hafði Jón nokkra hugmynd um hvernig líðan það var að vera með kolbrand í fótunum allt frá tám og upP að knjám? Þessi vesalings sjúki maður sveiflaði öxinni yfir höfði ser og var auðsýnilega ekki með öllum mjalla. Þetta var um miðjan vetur °9 brunakuldi. Ef maðurinn hyggi af ser fæturna mundi hann deyja, og hann gerði það ekki mundi hann einnig deyja. Eina björgunarvonm var, ef hægt væri að koma honum t'1 mannabyggða. En það mundi náleg3 vera ógerningur að koma honum yfir fjalliö á þessum tíma árs og í Þvl tíðarfari, sem þá var. Það varð þó úr að Jón fór í liðsbón, ÆSKAN — Blaðið er nú orðið sannkallað heimilis- og fjölskyldublað 8

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.