Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 47

Æskan - 01.11.1976, Page 47
,,Ó hjálp, hjálp, hjálpið þið mér, égfasturer," _ og harin grætur, hljóóar og hrín, ,,Ó mamma, mamma mín.“ Mamma Bóla heyrir hljóóin inni í sínum bæ, heyrir hann Góla sinn gráta sí og æ og hleypur út og hrópar ,,Bóli, Óli og Vóli ætlið þið ekki að hjálpa litla Góli og bráðum komin jól og ég er önnum kafin af verkum mörgum hlaðin. Ég baka, elda og þvæ og Róli pabbi þarf að fara niðrí bæ aö kaupa jólavarninginn hann þarf að fara í kaupstaðinn. Kaupir hann þar rúsínur, súkkulaói og kex og ótal margt fleira sem engum má segja. Og svo þarf hann að fara langt inn í dal sem þú færð ei séð að höggva jólatréð." Og strákarnir allir og stelpurnar líka ætla að hjálpa öll til að skreyta jólatréð og hengja á það kerti og kúlur og allskyns gylltar súlur og poka með sælgæti góðu og eplin sætu og rjóöu. Bóla og Róli og krakkarnir allir — Þau halda öll gleðileg jól — þau fá gjafir og gott — og graut úr Grýlupott. en einu ég gleymdi það er gleðileg jól! frá honum litla Gól! Kettlinqarnir Þrír litlir kettlingar sitja rólegir við gat, sem er á gólfinu í þeirri von, að músin, sem þar á heima, komi upp svo þeir geti étið hana. Músin kemur ekki og þeir verða leiðir og vita ekki að músin er komin og situr fyrir aftan þá og bíður þess að þeir fari burt svo hún geti farið í holuna sína og komist heim. ÆSKAN — í bókaskrá blaðsins er boðið upp á mörg hundruð bóka 45

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.