Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 49

Æskan - 01.11.1976, Page 49
„Hvutti minn. Mundir þú vilja eiga heima á jörðinni og vera hundur lítils drengs þar. Þú mundir áreiðanlega fá nóg af beinum." Hundurinn dinglaði skottinu eins og til samþykkis. Jólasveinninn náði í penna og merkisspjald og skrifaði: Með kaerri kveðju frá jólasveininum. Síðan batt hann spjaldið við hálsbandið á hundinum. Nú varð að hafa hraðar hendur. Jólasveinninn þaut út, náði í hreindýrin sín, lagði á þau aktygin og spennti þau fyrir sleðann sinn, greip hundinn og þeysti af stað. Heimili litla drengsins var heldur fátækt og fremur lítið var af bögglum umhverfis jólatréð í stofunni á þessu jólakvöldi. Því meiri varð fögnuður allra í fjölskyldunni, þegar lítill hundur kom allt í einu geltandi inn um dyrnar og dinglaði vingjarnlega skottinu sínu um leið. Merkimiði var við hálsband hans. Á honum stóð nafn litla drengsins og frá hverjum þessi óvænta jólagjöf kom. Drengurinn tók hundinn í fang sér og faðmaði hann innilega að sér. Hvutti sleikti hann í framan. Þegar jólasveinninn kom heim aftur, gaf hann hrein- dýrunum sínum vænta aukatuggu af heyi. Síðan fór hann að hátta. „Gleðileg jól, börnin góð,“ bað hann í huga sér meðan hann vafði vel að sér sængurfötunum sínum. Innan skamms var hann sofnaður. Teiknimyndin. Þátttakendur gætu verið t. d. fimm, og hver þeirra fær eina pappírsörk og blýant. Allar arkirnar eru með fjórum brotum þvert yfir (sjá myndir). Nú byrja allir á því að feikna höfuð og er þá best að hver og einn sé sem mest út af fyrir sig, því að ekki má sjá á hjá öðrum, fyrr en !eiknum er lokið. — Þegar t. d. A og B hafa lokið við að teikna höfuð fyrir ofan fyrsta þverbrotið, þá skipta þeir um blöð, en enginn skilar af sér blaði án þess að brjóta sína teikningu þannig aftur fyrir blaðið, að hún sjáist ekki. — Þannig gengur þetta koll af kolli, þar til aliir hafa teiknað fimm hluta af líkamanum, sem á blaðinu er. Þá eru blöðin breidd út og koma þá í Ijós hinar furðulegustu eiyndir. ÆSKAN — Það er Ijótt að gera ekki það, sem pabbi og mamma biðja um 47

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.