Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1976, Side 59

Æskan - 01.11.1976, Side 59
Mjallhvít og dvergarnir sjö var frumsýnd árið 1937 og var fyrsta teiknimyndin í fullri lengd. styrjöldina, hóf .hann störf sem auglýsingateiknari, og árið 1920 skapaði hann og tókst að selja sínar fyrstu teiknimyndapersónur. Ein af vinsælustu persónum Disneys var Mikki mús, en hún kom fram árið 1928. Með myndinni af Mikka mús kom fyrsta teiknimynd í heimi, sem var með hljóði. Með lítið fé hélt Disney til kvik- myndabæjarins Hollywood árið 1923. Fyrsta teiknistofa hans var til húsa í litlum bílskúr. Disney hefði ekki getað valið hentugri tíma til að flytja til Hollywood. Á þessum áratug þróuðust kvikmyndir upp 1 það að verða viðurkennd listgrein og Disney átti stóran Þátt í þeirri þróun. Á þessum fyrstu árum sýndi hann ótrúlegan vilja til að vera stöðugt að endurbæta tækni teiknimynda. Árið 1932 fékk hann fyrstu Óskarsverðlaun sín en alls hlaut hann 48 slíkar viðurkenningar fyrir verk sín og er það met. Árið 1937 markaði tímamót í starfi Disneys. Það ár var hin fræga mynd hans „Mjallhvít og dvergarnir sjö" frumsýnd. Sú mynd varfyrsta teiknimyndin af fullri lengd. Á næstu fimm árum komu fleiri ógleymanlegar teikni- myndir af fullri lengd; má nefna meðal annars ,,Bamba", „Fantasíu" „Dúmbó" og „Gosa". Walt Disney leyfði sér aldrei að vera latur og njóta afrakstursins af verkum sínum. Hann var alltaf að leita nýrra leiða. Á árunum 1950 hóf hann einnig störf viö sjónvarp og var einn þeirra fyrstu, sem notuðu sér lita- sjónvarp. Hánn reisti Disneyland árið 1955, garður þessi er töfrandi ævintýraland, sem yfir 100 milljónir manna hafa heimsótt, þar á meðal konungar, drottningar og forsetar víðsvegar að úr heiminum. Walt Disney gerði draum sinn um hið fullkomna þjóð- félag að veruleika, þegar hann hófst handa við að reisa hið stórkostlega „Disney World" í Orlando í Flórída. Þótt Walt Disney hafi látist í desember árið 1966, lifa verk hans áfram. Hann sýndi að heimurinn getur verið sælustaður, ef við sjálf kunnum að nýta þá möguleika, sem fyrir hendi eru.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.