Æskan - 01.11.1976, Qupperneq 66
E inu sinni var maður. Hann átti engi, sem var hátt uppi
í hlíð, og á enginu var heyhlaða, sem hann geymdi heyið
af enginu í. En það hafði ekki verið mikið í hlöðunni þeirri
síðustu árin, því hverja Jónsmessunótt, þegar átti að fgra
að slá og grasið var orðið vel sprottið, þá bar svo viö, að
allt engið var uppnagað, eins og gengið hefði á því fjöldi
fjár dögum saman. Þetta kom fyrir einu sinni og þaö kom
fyrir aftur, en svo varð maðurinn leiður á þessu og sagði
við syni sína, en af þeim átti hann þrjá, að nú yrði einn
þeirra að gæta engisins um Jónsmessunóttina, því sér
fyndist alveg ógerlegt að láta éta upp allt þetta indæla
gras fyrir sér enn eitt árió. — Nú varð að gæta vel að,
sagði maðurinn.
Jæja, nú vildi sá elsti fara að gæta engisins, og hann
hét Páll. Hann sagðist skyldu gæta þess, að ekki yrói
bitið upp allt engið, gæta þess svo vel, að hvorki menn,
skepnur, né skollinn sjálfur fengi eina einustu heytuggu.
Þegar leið að kvöldinu, labbaði Páll sig út á engið og
settist inn í hlöðu, en þar fór hvorki betur né verr fyrir
honum en að hann sofnaöi, en þegar skammt var liðið á
nóttu, kom svo mikill jarðskjálfti með braki og brestum,
að Páli varð ekki um sel og tók til fótanna eins hratt og
hann komst, hann þorði ekki einu sinni að líta við, og
auðvitað var ekki stingandi strá eftir á enginu um
morguninn, frekar en vant var.
Næsta Jónsmessukvöld sagði bóndinn aftur, að það
gæti ekki gengið að missa svona heyið af enginu ár eftir
ár, og nú væri ekki um annað að gera, en að miðbróðir-
inn væri á verði, og fljótt frá sagt fór alveg á sömu leió
fyrir honum. Hann hljóp hræddur heim, og ekkert gras
var eftir á enginu. —
Þá var röðin komin aó þeim yngsta, sem hét Pétur.
Páll, sá elsti, hló að honum:
,,Ja, ekki held ég að þú getið mikið gætt engisins,
sagði hann glottandi.,
„Aldrei gæti ég þess þó verr en þú gerðir," svaraði
Pétur, og af staö hljóp hann, því það var farið að kvölda
og skuggarnir að lengjast í dalnum. Fyrst fór hann inn '
hlöðuna og lagöist þar út af, en þegar lítil stund var liðin.
byrjaði að braka og bresta, svo honum fannst það ekki
fi4