Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 67

Æskan - 01.11.1976, Page 67
beinlínis skemmtilegt. — Verði það ekki verra, get ég sjálfsagt þraukað hér, hugsaði hann með sér. Rétt á eftir tók til brakið aftur og kom jarðskjálfti slíkur, að Pétur hélt aö hlaðan ætlaði að hrynja yfir hann. — O, ætli ég þrauki ekki, ef þetta versnar ekki mikið, hugsaði hann. En rétt í Því byrjuðu ólætin aftur og voru verri en nokkru sinni aður. Pétur fór nú að skreiðast til dyra því hann var viss um að hlaðan stæðist ekki þetta, en um leið hættu ólætin °9 allt varð dauðahljótt. ,,Ætli þetta byrji aftur?" tautaði Pétur við sjálfan sig. En það byrjaði ekki aftur, nú var þögn og þegar Pétur hafði le9'ö nokkra stund, heyrðist honum hestur vera að bíta við hlöðuvegginn. Pétur læddist út að dyrunum og þar stóð hestur, svo stór og feitur, að Pétur hafði aldrei neitt Þvílíkt séð. — Hnakkur og beisli lágu hjá honum og öll herklæöi handa riddara, var þetta allt úr kopar, svo vel fæ9t að Ijómaði af. „Jæja, svo það ert þú lagsi sem étur UPP grasiö af enginu okkar,“ hugsaði Pétur, ,,það skal e9 banna þér.“ Greip Pétur svo eldfærin sín, sem voru úr tinni og stáli og kastaði yfir makka hestsins og stóð hann Þá grafkyrr. Pétur steig svo á bak og fór með hestinn á leyndan stað, þar tjóðraði hann reiöskjótann fyrir utan belli einn mikinn, og gat hesturinn leitað sér þar skjóls í vondum veðrum. Af helli þessum vissi enginn nema Pétur. Þegar hann kom aftur heim, hló Páll bróðir hans og sPurði, hvernig honum hefði gengið. ,,Þú hefur líklega ekki þorað út úr hlöðunni, ef þú hefur þá komist alla leið út á engið," sagði hann. ■ ,Eg var í hlöðunni þangaó til sólin kom upp, og ég vorki sá né heyrði neitt grunsamlegt," sagði Pétur. — “Þú 9etur trúað því, sem þér sýnist um það.“ ■ ■Ja, við verðum að athuga, hvernig þú hefur gætt engisins,“ sagði faðir þeirra, en þegar þeir komu þangað stóð grasið eins og áður, grænt og mikið. Naestu Jónsmessunótt fór allt á sömu leið. — Pétur vakti náttúrlega yfir enginu, því bróðir hans þoröi það ekki. Jarðskjálftinn var engu minni en áður, jafnvel meiri, enda var hesturinn sem Pétur sá er hann gægðist út úr hlöðunni, miklu stærri en hinn hafði verið. — Herklæði voru einnig hjá, af skíru silfri og glóðu öll. Pétur kastaði eldstáli sínu yfir makka hestsins og stóð hann þá kyrr og varð þægur. Pétur fór síðan með hann til hins hestsins og tjóðraði hann þar en hertygin geymdi hann inni í afhelli einum ásamt kopartygjunum, er hann hafði fyrr fengið. ,,Heldur er nú líklega laglegt um að litast út á enginu," sagði Páll, þegar Pétur kom heim. ,,Já, laglegt er það, að minnsta kosti er nóg af bless- uðu grasinu," svaraði Pétur. Fóru þeir feðgar nú út á engið og þar bylgjaðist grasið fyrir blænum, svo grænt og kjarnmikið að unun var á að horfa. Þetta þótti bónda vænt um, en það blíðkaði ekki huga Páls til Péturs bróður síns. Þriðju Jónsmessunóttina þorði Páll heldur ekki að gæta engisins, hann var nefnilega svo hræddur þá nótt- ina, sem hann var þar, að hann var hreint ekki búinn að ná sér enn, en Pétur þorði samt að fara og fór. Og allt fór á sömu leið og hinar tvær næturnar, nema hvað jarð- skjálftinn hafði aldrei verið snarpari. Svo harðir voru ÆSKAN — Hringið eða skrifið um nýja kaupendur strax! 65

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.