Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 69
komst upp þriðja hlutann af glerfjallinu og hefði víst get-
að komist alveg upp, hefði hann bara viljað það, en hann
sneri við, því honum fannst það víst nóg í þetta skipti."
,,Æ, þetta hefði ég líka haft ósköp gaman af að sjá,“
sagði Pétur, ,,ég hef verið heima allan guðslangan
daginn.“
„Já, þú ert nú ekki sá maður að þú hefðir mátt horfa á
svona göfugt fólk,“ sagði bróðir hans. ,,Þú ert svo skelf-
ing Ijótur, greyið mitt.“
Daginn eftir fór Páll aftur af stað til að horfa á kapp-
reiðarnar, og Pétur bað pabba sinn að fá aö fara með
honum, en það var ekki við það komandi, svo mikið var
páll búinn að spilla karlinum við Pétur, þótt hann hefði
bjargað enginu hans.
,,Jæja, ég fer þá eitthvað upp í heiði að rölta mér til
skemmtunar," sagði Pétur.
Þegar Páll var kominn að glerfjallinu leið nokkurstund,
en svo tóku konungssynirnir og riddararnir að gera at-
rennur að fjallinu aftur, — og þeir höfðu nú aðeins látið
iárna hestana sína. En það dugði nú lítið, þeir komust
ekki nokkurn spöl upp eftir fjallinu og þegar þeir voru
búnir aö þreyta hestana sína, þá urðu þeir allir að hætta.
þá fannst konunginum að hann yrði að auglýsa, að
kappreiðarnar héldu áfram daginn eftir á sama tíma, ef
kannski gengi betur þá. En svo hugsaði hann sig um
aftur og fannst þá best að bíða svolítið við og vita hvort sá
koparklæddi kæmi aftur, því hann hafði ekki sést þann
daginn. Og hann sást bara alls ekki. En allt í einu kom
maður þeysandi á gildum fáki, var sá miklu meiri en hinn
hafði verið daginn áður. Þessi var í herklæðum úr silfri og
glampaði hvítt á brynjuna. Hinir hrópuðu til hans, að
9agnslaust væri að reyna atreiðina upp eftir glerfjallinu,
Því hann kæmist ekkert upp. En riddari þessi lét sem
hann heyrði ekki til mannfjöldans, heldur hleypti hann
hesti sínum beint aö glerfjallinu og upp eftir því, en þegar
hann var kominn tvo þriðju hluta leiðarinnar upp á fjallið,
sneri hann við aftur og reið niður. Þennan mann leist
kóngsdóttur enn betur á en hinn koparbúna, og hún
óskaði einskis eins heitt, og að hann kæmist upp, en
þegar hún sá að hann sneri við aftur, kastaði hún öðru
gulleplinu á eftir honum. Það féll niður í stígvél hans, og
um leið og hann var kominn niður á jafnsléttu, sló hann í
hest sinn og reið á brott og það svo hratt að eigi sáu
menn gjörla hvert hann fór.
Um kvöldið, er allir riddararnir voru kallaðir fyrir kon-
ung og konungsdóttur, svo koma skyldi í Ijós, hvort
nokkur hefði eplið meðferðis, þá kom einn af öðrum, en
allir voru þeir vita gulleplalausir. — Og eins og fyrri dag-
inn kom Páll heim og tók að guma mjög af hve manninum
í silfurherklæðunum hefði gengið vel atrennan að berg-
inu. ,,Já, það var nú hestamaður í lagi," sagði hann. Og
þvílíkan stólpagrip sem reiðskjóta hans hafði hann aldrei
séð.
,,Æ, það heföi verið gaman að sjá hann,“ sagði Pétur.
,,Já, það var nú ekki maöur fyrir þig að horfa á, karl
rninn," sagði bróðir hans. ,,En ég sá hannl"
Þriðja daginn fór allt á sömu leið og fyrri dagana tvo.
Pétur vildi endilega fá að koma með til þess að sjá ridd-
arana, en feðgarnir vildu ekki hafa hann fremur en fyrri
daginn, og þegar þeir komu að glerfjallinu, var þegar
byrjað kapphlaupið, en það var nú reyndar ekki mikið
kapphlaup, því það komst ekki einn einasti tvær álnir upp
eftir fjallinu, hvað þá heldur lengra. Allir biðu nú riddar-
ans í silfurbrynjunni, en ekkert sást til hans. Að lokum
kom þó ókunnur riddari á afskaplega stórum og fjörug-
um hesti, og var sá í herklæðum úr skíragulli og stafaði
af honum miklum Ijóma á alla vegu. Hann reið beint að
glerfjallinu og upp það, sem fugl flygi, svo hratt, að
konungsdóttir hafði ekki einu sinni tíma til þess aö óska
sér, að hann kæmist upp, fyrr en hann var kominn til
hennar. Og um leið og hann var kominn upp. tók hann
þriðja gulleplið úr kjöltu konungsdóttur, svo sneri hann
ÆSKAN — Nú eru áramót og þá er tækifæri að byrja að kaupa blaðið
67