Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 90
Velvakandi, Morgunblaðið.
Faðir skrifar:
,,Velvakandi góður! Þegar
ég var strákur, fékk ég alltaf
barnablaðið Æskuna og beið
hvers eintaks með mikilli
eftirvæntingu. Eins og að lík-
um lætur hætti ég að lesa
blaðið, þegar ég stálpaðist —
og það var ekki fyrr en mín
börn tóku að stálpast, að ég
endurnýjaði kynni mín við
Æskuna, því ég gaf þeim
áskrift strax og þau fór að
stauta.
Ég varð mjög ánægður að
uppgötva, að Æskan er enn
jafn ung, og ég held, að hún
sé miklu frískari nú en áður.
Ritstjórinn, Grímur Engil-
berts, vinnur mikið og vel
þakkað starf fyrir börnin í
landinu. Æskan er aftur orðin
eitt vinsælasta lesefnið á
mínu heimili — og sjálfur er
ég jafnvel farinn að glugga í
hana mér til ánægju. Æskan
mun nú vera gefin út í fleiri
eintökum en nokkurt annaö
tímarit á íslandi — og mér
finnst það ekkert undarlegt.
ESKRN
ÆSKAN — Auðsýnið kennurum ykkar
auðsveipni ogvirðingu
Berðu ritstjóra og öðrum
aðstandendum Æskunnar
mínar bestu kveðjur."
Alþýðumaðurinn, Akureyri,
skrifar:
Barnablaðið Æskan, gefið
út af Stórstúku íslands, rit-
stjóri Grfmur Engilberts, er
eitt af þeim ritum, sem hingað
berast inn á skrifstofuna.
Yngri tók maður því tveim
höndum, og það hefur lengi
verið gott lesefni fyrir æsku-
fólk enda á það marga vini.
Foreldrar, sem eiga börn á
bernskuskeiði, ættu að velja
þeim rit sem þetta til að
þroska smekk og hæfni þeirra
til að leita þess, sém best er af
lesefni.
Æskan svíkur engan.
Mánudagsblaðið skrifar:
Þótt oft heyrist að íslensk
blöð standi kollegum sínum í
nágrannalöndunum að baki,
er þó hægt að fullyrða að eitt
er hér betra og fullkomnara
en annars staðar gerist, en
þaó er barnablaðið Æskan,
ritstjóri: Grímur Engilberts.
Það er furðulegt hve gott
þetta blað er, bæði frá því
sjónarmiði að vera blað fyrir
börn og frá sjónarmiði al-
mennrar fræöslu og
skemmtilegheita. Barna-
blaðið Æskan á sér orðið
langa sögu, er elsta barna-
blað á Norðurlöndum ef ég
man rétt, en á því eru síður en
svo ellimörk: Hefur þvert á
móti haldið því að vera vand-
að barnablað og síungt, ekki
síst eftir að Grímur tók við rit-
stjórn þess.
í nágrannalöndum okkar
hefur þróunin orðið sú, að
blöð svipuð Æskunni hafa átt
erfitt uppdráttar og útgáfan
snúist í þá átt að gefa út
bæklinga af Mikka mús og
fleirum álíka, sem eru góðir á
sína vísu.
íslenskri blaðamennsku er
sómi að Æskunni og á Grím-
ur ritstjóri hennar Engilberts
mikið lof skilið.
Jón Víðir Sigurðsson,
Reyðarfirði, skrifar: Kæra
Æska! Um leið og ég sendi
greiöslu fyrir blaðið, vil ég
þakka fyrir hinar góðu greinar
og sögur, sem blaðið birtir.
Nú er ég farinn að geta lesið í
henni sjálfur. Svo óska ég þér
alls hins besta í framtíðinni,
lifðu heil.
Jóhanna Hermannsdóttir,
Akranesi, skrifar: Kæra
Æska! Ég bíð með óþreyju
eftir næsta blaði. Mér finnst
að Æskan eigi að komast inn
á hvert barnaheimili landsins.
Ég óska þér góðs gengis á
komandi árum.
Þóra Bjarney Jónsdóttir,
Árnessýslu, skrifar: Kæra
Æska! Ég hlakka alltaf mikið
til þegar Æskan kemur, mér
finnst svo gaman aö öllum
myndunum og sögunuhi-
Þakka þér fyrir þetta 9° a
starf í þágu okkar barnanna 1
þessu landi.
Snjójaug Óskarsdótt"-.
Árnessýslu, skrifar: Kasra
Æska! Ég er 14 ára °9 ha
lesið þig síðan ég byrjaði a
geta lesið, en áður varst Þ
lesin fyrir mig. Ég þakka Pe^
fyrir þitt góða og skemmtile9
88