Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1976, Side 92

Æskan - 01.11.1976, Side 92
Eins og við mörg önnur spil er notaður teningur og mislitar tölur, og svo færið þið tölurnar eftir því hvað margir punktar koma upp á teningnum þegar þið kastið honum. — Gaman væri að hafa smá verðlaun handa þeim sem vinnur. 4. Ef þú kemst ekki lengra en á reit 4 verður þú að byrja aftur. 9. Þér gengur vel og þú mátt færa þig um 2 reiti í viðbót. 13. Þú hefur verið óheppinn og lent í torfu af fljúgandi diskum og kemst ekki lengra og verður að bíða eina umferð. 16. Nú gengur allt vel og þú færð aukakast. 19. Þú ert á mikilli ferð og mátt þess vegna færa þig um 3 reiti áfram. 24. Þarna kemur halastjarnan fljúgandi á braut þína svo þú verður að fara til baka um 4 reiti til að reka þig ekki á halann. 28. Þú hefur lent hjá viðgerðarstöð til þess að láta yfirlita geimskipið. 35. Það er mikil ferð á eldflauginni og þú mátt kasta tvisvar aftur. 39. Það er þreytandi að sjá ekkert nema tóman geiminn svo þú ferð að lesa í bók, en þá minnkar hraðinn allt í einu og þú færist aftur um 3 reiti á 36. 44. Loksins ertu kominn í nálægð tunglsins. Þú býrð þig undir lendingu og lendir mjúkri lendingu á tunglinu. Sá sem verður fyrstur til tunglsins, hefur unnið leikinn.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.