Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1977, Page 14

Æskan - 01.10.1977, Page 14
ULRIKKA LOLLESGAARD: Leyni- stígurinn Saaði hana oft CHARLES DICKENS hafði miklar mætur á þessari sögu og sagði hana oft: Ung stúlka var á ferð yfir Atlantshaf á farþegaskipi. Á leiðinni komu fjórir biðlar til hennar og var hún í ráðaleysi með hverjum hún aetti að taka. Var henni þá ráðlagt að fleygja sér fyrir borð og taka þeim, sem yrði svo hugdjarfur að stökkva út á eftir til að bjarga henni. — Einu sinni sem oftar voru biðlarnir allir utan um hana. Þá herti hún upp hugann og fleygði sér útbyrðis. í sama bili stukku þrír út í á eftir henni. Þegar stúlkan var komin heil á húfi upp í skipið aftur og biðlarnir höfðu allir safnast um hana sem fyrr, var hún í enn meira ráðaleysi en áður og spurði skipstjórann hvað hún ætti að gera. Þá mælti hann: „Takið þér þann þurra“ — og það gerði hún. ^^veinn og Úlla voru óvenju hljóð við kvöldverðarborðið. Annars þurfti faðir þeirra, Riis óðalsbóndi, oft að áminna þau fyrir skvaldur þeirra við borðiö. Frú Riis leit hvað eftir annað spyrjandi á börnin sín, en þau sátu þarna þegjandi og horfðu á diskana, niðursokkin í hugsanir sínar. B''3 óðalsbóndi hélt uppi samræðum að vanda og hann ræddi um eftirlætisum- talsefni sitt, herragarðinn gamla og sögu hans. — Ég skil ekki, að við skulum ekki finna leyniganginn, Ellen, sagði hann- — Við erum bráðum búin að kanna öll herbergin . . . árangurslaust. £n leynistígurinn hlýtur að vera til. Ég verð að finna hann til að skrá aettar- söguna. Börnin fóru hljóð inn til sín, þegar búið var að þakka fyrir matinn. — ^9 skil ekki, hvað varð um hann, sagði Sveinn. — Hann var í hesthúsinu . ■ • °9 svo í skógarjaðrinum . . . hvert fórum við næst? Úlla hrukkaði ennið. — Fór hann ekki með okkur í ávaxtageymsluna? — Ja, hérna, Úlla. . . ég man, aö hann var í músaleit þar, meðan ég var að stinga á mig eplum úr efstu hillunni. Heldurðu, að hann sé þar enn? verðum að fara niður strax . . . guð gefi, að pabbi sjái hann ekki! Börnin hafi dreymt um það árum saman að eignast hund, en Riis óðals- bóndi hafði lítinn áhuga á hundum, og hann áleit, að börnin myndu nota meiri tíma til að leika við hundinn en þau hefðu gott af. Fyrir fáeinum dögoa1 höföu þau fundið lítinn rennvotan, svartan hvolp við hliðið. Þau stóðust ekki freistinguna og földu hvolpinn í samráði við gamla hestasveininn. Þau höfðo alið hann og þrifið, svo að hann var nær óþekkjanlegur, en í dag fóru ÞaU loks út með hann . . . og nú var hann týndur. Sveinn sótti vasaljósið sitt, og börnin læddust út í garðinn, en þaðan vaf unnt að ganga inn í kjallarana. Þetta var ævagamall herragarður, reistur uf rauðum múrsteini, en kjallararnir voru þó skemmtilegastir. Þar voru margar myrkar kompur, herbergi með hvelfingum . . . og þaðan lá leynistígurinn Hann lá að neðan upp að rjóörinu . . . hann varð að gera það, því að þanm9 hafði eigandi óðalsins sloppið frá óvinum sínum á dögum sænska stríðsins- Sveinn og Úlla létu Ijósgeislana falla á gömlu steingólfin og lýstu í hvern ÆSKAN — Börn sem reykja þroskast seint bæði andlega og líkamlega

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.