Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1977, Qupperneq 16

Æskan - 01.10.1977, Qupperneq 16
Býflugurnar áttu í miklum erfiöleikum með að varna því, að hin dýrin rændu frá þeim hunanginu. Þær höfðu engin ráð með að vernda sig fyrir öllum þeim dýrum og fuglum, sem ásældust sætt hunangiö. Birnirnir voru samt allra verstir. Þeir urðu aldrei ánægðir og gátu endalaust étið meira hunang. Býflugurnar reyndu að gera ræningjunum erfiðara fyrir og földu kúpurnar sínar með sexstrendu vaxklefunum sínum í holum trjám og í klettasprungum. En birnirnir höfðu næm nef, og þeir þefuðu alltaf felustaðina uppi fyrr eöa síðar. Það gerðist líka oft, að fuglar sem höfðu löng nef sugu ilmandi hun- angið upp úr holum trjástofnunum. Meira að segja kornarnir rændu því. Veslings býflugurnar vissu ekki hvað þær ættu að taka til bragðs. Þær leituðu að fleiri blómum, en þau dóu öll á haustin, og þá var ekki hægt að sjúga meira úr þeim. Þess vegna var það, að heil býflugnabú sultu á löngum vetrum, Þvl þær áttu ekki meira hunang. Það var nefnilega eim vetrarforðinn þeirra. Það var meira að segja svo lítil fæða handa þeim, að svo virtist, sem þessi fjórvængja, loðnu skordýr yrðu útdauð. Loks hættu býflugurnar að vinna saman, og skiptu sér niður í litla hópa. Nú geymdu þ®r rétt aðeins nægilegt hunang til að halda í sér lífinu Þe árstíðina, en samt voru kúpurnar þeirra rændar hvað eftin annað. Þó að býflugurnar séu iðin dýr, þá lá við að þær gæfust upp á öllu saman, en þá fréttu þær af því, að Andinn mik11 Wakonda, hefði í hyggju að heimsækja vini sína. Hann ætlaði að hjálpa öllum þeim, sem áttu við mikla erfiðleika að stríða. Wakonda var ekki fyrr kominn, en býflugurnar þyrptust til hans. Þær fluttu með sér Ijúfasta hungang, sem þ6irT1 hafði tekist að fela fyrir björnunum og ætluðu að f®ra honum að gjöf. Andinn mikli tók vingjarnlega á móti bý' flugunum. Þegar hann hafði bragðað á hunanginu, spurði hann: „Hvernig get ég hjálpað ykkur?" Býflugurnar sögðu honum hvað að þeim amaði. Wakonda varð reiður og stappaði niður fótunum. þegar hann heyrði hvað dýrin hefðu verið vond við þesSl iðnu litlu dýr. Síðan þagði hann um stund, eins og hann væri að hugleiða hvað hann gæti gert til að hjálpa ÞeirT1 sem best. Loks sagði hann: „Ég þarf nokkurra daga umhugsunarfrest til að ákveða, hver er besta lausnin á þessu vandamáli. Komið aftur eftir þrjádaga. Þá skal ég-hafa eitthvað tilbúið, sem getur hjálpað ykkur."

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.