Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Síða 21

Æskan - 01.10.1977, Síða 21
^onum til mestu furðu stóð Jane á faetur og rétti honum strangann möglunarlaust. »Hérna er barnið,“ sagði hún. „Guði sé lof, að þú getur ekki ^ramar gert honum mein.“ Rokoff renndi grun í meiningu orða hennar og hrifsaði ahreiðuna af andliti barnsins. Jane horfði á hann rann- s°knaraugum. Hún hafði oft hugsað um, hvort Rokoff þekkti barnið, og Mssi, að það var ekki hennar barn. Ef hún var áður í vafa, þá hvarf sá vafi, er hún sá reiðisvipinn, sem kom á Rokoff, er hairn sá, að æðri máttur hafði afstýrt því, að hann gæti brllnægt langþráðri hefnd sinni. ^■okoff kastaði líki barnsins í fang Jane og þrammaði fram °g aftur um kofagólfið, froðufellandi og bölvandi ógurlega. »Þú hlærð að mér,“ ískraði hann. „Þú hyggst hafa sigrað -— ha? Eg skal sýna þér, eins og ég hef sýnt veslings aPanum, sem þú nefnir bónda þinn, hvernig fer um þá, sem S^etta sér fram í fyrirætlanir Nikolasar Rokoffs. Þú hefur rænt mig barninu. Ég get ekki gert hann að syni mannætuhöfðingja, en“,— og hann þagnaði, eins og hann vildi grópa djúpt meiningu orða sinna, — „ég get gert móðurina að konu mannætu, og það skal ég gera, — þegar ég hef smánað hana.“ Honum skjátlaðist, ef hann hélt að Jane sýndi á sér hræðsluvott. Hún var lengra leidd en svo. Heili hennar og taugar voru daufar af þjáningum og áföllum. Honum til undrunar lék dauft, en því nær hamingjusam- legt bros um varir hennar. Hún var að hugsa um, þakklát í hjarta, að þessi litli líkami var ekki af elsku, litla Jack hennar, og — best af öllu — Rokoff vissi ekki hið sanna. Helst hefði hún viljað segja þetta upp í opið geðið á honum, en hún þorði það ekki. Ef hann framvegis héldi, að hér væri barnið hennar,. var hinn rétti Jack því öruggari, hvar sem hann var. Hún hafði reyndar enga hugmynd um verustað sonar síns-; — hún vissi einu sinni ekki, hvort hann var enn á lífi. Þó gat það verið. Það gat meira en verið, að einhver félagi ^igum vlð að opna vélina og sjá ^yndina? Myndina tók pabbi af okkur í gær. Við verðum víst að taka filmuna út. Blaðaljósmyndarinn: Ágætt! Verið þér í þessum stellingum í 2 sekúndur! Þetta er þá atlt, og svo engar myndir! Er læknirinn við núna? Hafið þér beðið um viðtalstima fyrirfram?

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.