Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1977, Page 45

Æskan - 01.10.1977, Page 45
Skrýtlur Ameríkani sýndi einu sinni enskum vini sínum Niagara- fossana. — Finnst þér þeir ekki stórmerkilegir? sþurði Amerí- kaninn. Jú, svaraði Bretinn, en einu sinni sá ég hænu með staurfót heima í Englandi. Konan mín skilur mig ekki. En þín? — Mér vitanlega hafið þið aldrei hist. Guð hjálpi mér — en sú hætta, sem ég hef verið í. Hliðið hefur staðið opið í aila nótt! Skoskur landeigandi var kosinn í skólanefndina og í til- efni af því kom hann eitt sinn í heimsókn í skólann til þess að reyna nemendurna. Jæja, drengir, sagði hann, ■ .getur einhver ykkar sagt mér, hvað milljón er?“ Nemendurnir svöruðu svo honum líkaði. Nú, en getur þá einhver ykkar sagt mér hvað ekkert er?“ Það var nokkur þögn, þar til 'itill drengur stóð upp og sagði: ,,Það er það, sem þér gáfuð aiér í gær fyrir að halda í hest- 1. Marsvín eru elskuleg húsdýr, en það verður að gæta þeirra vel. Marsvín, sem vel er farió með, geta orðið þriggja ára. 2. Litur marsvína er breytilegur, þó að yfirleitt sé hann brúnn, hvítur, svartur og hvítur, eóa albrúnn. Tvílit marsvín hafa greinilegar litaskiptingar. 3. Takið þessi viðkvæmu dýr alltaf upp eins og sýnt er á myndinni að ofan. Takið undir hnakkann með annarri hendi og styðjið undir fæturna með hinni. 4. Marsvínsungar geta séð frá fæðingu og því varið sig strax. Móðirin hefur ungana yfirleitt aðeins á brjósti í hálfan mánuð. 5. Hafið aldrei þröngt um marsvín, og það er gott að hafa vírbotn rétt fyrir ofan bakka, sem hægt er að taka úr búrinu. Þá er unnt að hreinsa búrið, án þess aó ónáða dýrin. 6. Marsvín eru fullvaxta níu mánaða. Þau lifa helst á grænmeti, svo sem káli og salati.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.