Æskan - 01.12.1989, Qupperneq 18
Það gerðist margt fyndið
Þegar ég spyr hvort eitthvað fyndið
hafi gerst þegar verið var að vinna þætt-
ina segir Gaggæ
„Það gerðist nú margt fyndið en ég
man bara ekki eftir neinu núna. Þetta var
allt svo skemmtilegt.“
Manni fer að hlæja þegar hann rifjar
upp heimferðina frá Jökulsárlóni. Það var
8 klukkustunda ferð með áætlunarbíl:
| „Við vorum svo þreytt að við sofnuð-
um. Við Högni sváfum saman í aftasta sæt-
inu og í svefninum flæktum við fótleggjun-
um saman. Svo kom Gagga og settist ofan
á fæturna á okkur alla í flækju og það var
ferlega vont!“
Högni rifjar upp þegar hann ók á Ijós-
myndarann:
„Ég fótbraut mig næstum því einu sinni
þegar ég ók á stein," segir hann. „í annað
skipti ók ég kassabílnum beint á Ijósmynd-
arann.
Hann meiddi sig og ég líka. Síðan fékk
ég einu sinni ruslatunnu í höfuðið og það
| kom gat. Ég veit ekkert af hverju hún
valt.“
í þáttunum leika fleiri krakkar en þau,
þeirra á meðal Ingólfur og Rajiv, sem báð-
ir eru í Varmárskóla, og svo bróðir
Göggu, Ari Klængur, sem leikur í kassa-
bílaatriðinu:
„Hann leikur pönkara," segir Gagga.
„Það atriði var svolítið erfitt því að mér
fannst rosalega erfitt að ýta Högna í
kassabílnum."
Stundum nennti hundurinn Sindri
ekki að leika!
En í Pappírs-Pésa þáttunum koma fleiri
við sögu. Mikið hlutverk leikur til dæmis
hundur sem heitir Sindri:
„Ég á að eiga Sindra í myndunum," seg-
ir Gagga. „Hann er bara svo góður við
okkur öll að það leit aldrei út fyrir að ég
ætti hann ein! Ég er vön hundum því að
ég á sjálf hund sem heitir Laxi.“
„Stundum þegar Sindri átti að standa
þá lá hann bara í leti og nennti ekkert að
leika!“ segir Högni. „Það var mjög gaman
að hafa Sindra með því að hann er svo
góður hundur.“
„Mér fannst fyndið atriðið þegar Papp-
írs-Pési situr á bakinu á Sindra!“ segir
Manni.
Þau segja að Pappírs-Pési hafi orðið
þannig til að krakkarnir hafi ekki viljað
vera með Mannæ „Við vorum að hjóla
„í annað skipti ók ég kassabílnum beint á
Ijósmyndarann. . .“
fyrir utan gluggann hjá honum og ulluðum
á hann,“ segir Högni. „Síðan fórum við í
burtu og þá varð Manni leiður. Honum
leiddist svo mikið að hann teiknaði papp-
írsstrák á blað. Síðan fór hann að lesa i
bók en á meðan lifnaði Pappírs-Pési við.
Þegar Manni tók eftir því urðu þeir góðir
vinir og Pappírs-Pési fer með okkur út
um allt í myndunum."
Langskemmtilegast við Jökulsárlón
Þau hafa hvert sína skoðun á því hvaða
atriði sé skemmtilegast af þáttunum sem
sýndir verða eftir áramótin:
'< „Mér fannst skemmtilegast þegar ég,
sem leik Óla, átti að sprauta á Magnús Ól-
afsson sem leikur Bjössa Bollu,“ segir
Högni. „Ég átti að vera að stríða honum í
l einu atriðinu með því að sprauta á hann
' vatni úr slöngu. Það fannst mér æðislegt,
18 Æskan