Æskan - 01.12.1989, Síða 35
Skyndilega lægði snjófjúkið og vind-
urinn hvarf. Eg horfði á það með eigin
augum hvemig ein stjarnan á fætur
annarri birtist á himinhvolfinu, eins og
ósýnileg mjúk hönd færi um jörðina og
himininn, svæfði vindinn og kveikti á
stjömunum eins og þær væru kerti í
stórri kertastiku.
Þá hvarf sýnin jafnskyndilega og
hún hafði komið og meira að segja
rjúpan, sem hafði fyrst verið á vegin-
um, var þar ekki lengur. Afi kom út úr
bílnum. A móti okkur kom hvítur hest-
ur töltandi eftir veginum. Pað á ef til
vill ekki við að segja um útigangshross
að þau séu undurfögur en það var ekk-
ert annað hægt að segja um þennan
hvíta hest sem allt í einu stóð fyrir
framan okkur. Hulduhestur var hann.
Hvaðan kom hann, hvert fór hann?
Það veit ég ekki. Hann bara stóð þama
andartak eins og uppljómaður af
skæru ljósi, hestur úr snjó og vindi. Eg
deplaði augunum og hann var farinn á
eins dularfullan hátt og hann kom.
Hann var ennþá óraunverulegri en
rjúpnahuldudrottningin en samt vissi
ég að hann var aðeins útigangshross,
eitt og yfirgefið á fjallvegi á jólanótt.
Við komumst aldrei til kirkjunnar. Afi
ákvað að láta fyrir berast á þessum stað
í bílnum til morguns. Við fórum aftur
inn í bílinn og biðum fram undir morg-
un. Þá kom jeppi akandi eftir veginum
og afi ók hægt á eftir honum heim að
Felli.
Við töluðum aldrei um þessa nótt og
þessa sýn okkar á milli. Eg veit ekki
hvers vegna en ég hef alltaf verið viss
um að við hefðum orðið fyrir slysi ef
við hefðum ekki numið staðar þarna
og látið fyrir berast.
Tveir
eru eins
Hér sérðu níu
glaðlega jólasveina.
Tveir þeirra líta
alveg eins út. Getur
þú sagt okkur hverjir
það eru? - Prenn
verðlaun.
Felumynd
Jólasveinamir eru að ganga fró jólagjöjum til sendingar til bama um víða
veröld. Peir halda að þeir séu að leggja síðustu hönd á verkið. Raunar hafa
þeir gleymt að búa um sjö ágætar jólagjafir. Finnur þú þær?
Prír þeirra sem finna fimm eða fleiri gjafir á felum\;ndinni hljóta verðlaun.
- Gættu þess að rita póstfang okkar: Æskan, pósthólf 523, 121 Reykjavík.
Gleymdu ekki að geta um aldur.
Æskan 35