Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1989, Qupperneq 41

Æskan - 01.12.1989, Qupperneq 41
p JL ípar- fuglar Piparfuglar eða túkanar eru af sama asttbálki fugla og spætur, en þó harla ólík- ir þeim. Helsta sérkenni þeirra er gríðar- stórt nef sem nemur allt að þriðjungi lengdar fuglsins á sumum tegundum. Fuglafræðingar hafa lengi velt því fyrir sér hvaða hlutverki þetta trölianef eigi að gegna en ekki orðið á eitt sáttir. Sumir telja það einungis ætlað til að auðvelda fuglinum að ná í ber og önnur aldini; aðrir halda því fram að stærð þess og áberandi litir komi að notum við ýmiss konar merkjamál í biðilsleikjum. Enn aðrir hafa þóst sjá fuglana beita því til að hræða smáfugla af hreiðrum í því skyni að ræna eggjum þeirra og ungum. Ætt piparfugla deilist í 5 eða 6 ættkvísl- ir með um 40 tegundum. Lengdin er yfir- leitt á bilinu 30-60 sentímetrar og litur breytilegur eftir ættkvíslum. Margar teg- undirnar eru svartar eða dökkar með mis- stórum hvítum, gulum, rauðgulum eða rauðum flekkjum. Á öðrum er grænn litur mest áberandi. Stóra nefið er hliðflatt og oft skærlitað, efri skoltur ofurlítið boginn og skoltjaðrarnir ögn sagtenntir. Munur kynja er óverulegur; þó eru kvenfuglar nokkru minni og dauflitaðri en karlarnir og sama má raunar segja um ungfuglana. Utbreiðslusvæði piparfugla er að mestu bundið við Mið- og Suður-Ameríku. Það nær frá syðstu héruðum Mexíkó til Suð- | Helsta sérkenni piparfugla er gríðarstórt nef. | ur-Brasilíu, Paragvæ og norðurhluta Ar- I gentínu. Fuglarnir halda sig einkum í skóg- | um þótt þeir sjáist einnig í graslendi | vöxnu stöku trjám. Margar tegundir eru | aðeins til fjalla, í allt að 3000 metra hæð, 1 aðrar í regnskógum á láglendi. Sumar 1 fjallategundirnar færa sig til eftir árstíðum. i Flestir fuglarnir eru þó staðbundnir en i flakka nokkuð um í leit að fæðu. | Piparfuglar eru félagslyndir og stundum 1 margar tegundir í sama hópnum. Fæðan i er einkum stórir, matarmiklir ávextir og | ber en skordýr og fuglsegg eru líka vel | þegin. Minni tegundirnar fljúga hratt og | beint en hjá þeim stærri skiptast á hæg í vængjatök og renniflug. Þó að fuglarnir I fljúgi sjaldnast langt í einu fara þeir stund- i um yfir allstór opin svæði á leið inn í | skógana. | Hreiðrið er í trjáholu sem ýmist er | gerð af náttúrunnar hendi eða gamall | varpstaður spætu. Piparfuglinn getur ekki | höggvið holuna sjálfur en stækkar stund- | um hreiðrið með því að ryðja burt rot- | gróðri. Oftast er hreiðrið hátt yfir jörðu, i í 20-30 metra hæð eða meira. Eggin eru | 3-4, hvít og hnöttótt. Makarnir liggja á til | skiptis og svo þröngt er í hreiðrinu að | ásetufuglinn verður að sperra bæði nef og | stél til að komast þar fyrir. Ungarnir | skríða úr eggi eftir 16 daga hjá mörgum i minni tegundum og verða fleygir eftir 6-7 | vikur. Þeir eru hins vegar ekki fullvaxnir | fyrr en 2ja til 3ja ára og fá þá skæra liti | foreldranna. Æskan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.