Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 58

Æskan - 01.12.1989, Side 58
Vissir þú...? . . .að hið yfirvegaða bandaríska rokkblað, Rolling Stone valdi „London Calling" með Clash „Plötu níunda áratugarins". Val- ið þykir réttmætt en hefur vakið athygli. í fyrsta lagi var Clash ensk hljómsveit og vígi hennar var evrópskt. í öðru lagi kom platan út 1979 þó að hún bærist ekki til Ameríku fyrr en ári síð- ar. . . .að rök gagnrýnenda Rolling Stone-blaðsins fyrir því að „London Calling" sé plata ára- tugarins eru þessi: Platan var á sínum tíma áræðnasta og best heppnaða skrefið út úr einhæfu pönkrokki yfir í gróskufullt litríkt nýrokk. Á þann hátt var „London Calling" áhrifamesta plata ára- tugarins. . . .að í frétt DV af vali Rolling Stone á plötu áratugarins er „London Calling" kölluð pönk- plata. Sú skilgreining er röng. Af 18 lögum plötunnar er ekki eitt einasta pönkrokklag. Músíkin á plötunni er hræringur úr blússtíl- um, djassi, reggí, popprokki o.fl. Easterhouse með vinsælt myndband ■ . .að vinsælustu músíkmyndböndin á dagskrá Stöðvar 2 að undanförnu eru „Come Out Fighting'' með írsk- ensku sveitinni Easterliouse og óútgefið lag með nýrri hljómsveit, Óvæntri ánægju. Svo vill til að liðsmenn Ovæntrar ánægju eru starfsmenn Stöðvar 2, allir nema raddsterki söngvarinn Sævar Sverris- son, fýrrverandi söngvari Spilafífla og Egó-flokksins. Vinsældir rokklagsins með Óvæntri ánægju er ekki hægt að rekja einvörðungu til tengsla hljóm- sveitarinnar við Stöð 2 heldur miklu frekar til þess að lagið er gott og málefnið gott. Lagið er liður í herferð unglingadeildar Rauða krossins „Unglingar gegn ofbeldi". Hljómsveit níunda áratugarins, Clash Bootiegs frá Akranesi . . .að vegir bárujárnsrokksins eru órannsakanlegir. Platan „WC Monster" með BootlegS var ekki fyrr komin út en hún var sett á bannlistann hjá Bylgjunni/ Stjörnunni. Þar er hún í góðum félagsskap með plötum Bubba, Megasar og reyndar flestra ís- lenskra rokkara. Bannið kom ekki í veg fyrir að platan seldist í mörg hundruð eintökum á nokkrum dögum án auglýsinga og án kynn- ingar. Það undarlegasta er þó að platan fékk góða umfjöllun í belg- ísku blaði sem skaut þar með ís- lenskum fjölmiðlum ref fyrir rass. Eiríkur Hauksson, söngvari Artch Hijómsveitin Ham ■ . .að fyrsta breiðskífa ís- lenska Ham-floKksins, „Buff- alo Virgin", fékk ítarlega um- fjöllun í bresku poppblöðun- um riME og Sounds. Bæði blöðin gáfu plötunni bestu einkunn og hrifust sérstaklega af áhrifaríkri útfærslu Mam- piltanna á gamla Abba-laginu „Voulez-Vouz". . . .að í Bandaríkjum Morður-Am- eríku er rekin hliðstæð þjónusta við Qulu línuna hérlendis. Fólk getur hringt T ákveðið sTmanúm- er og fengið að heyra nýjar poppfréttir og vinsældallsta. Morður-amerTska „<3ula ITnan" hefur að undanförnu auglýst sér- staka þungarokksdeild. Fólk hringir til „ITnunnar" og fær þá að heyra plötuna „Another Ret- urn.. ." með norsk-Tslensku bárujárnssveitinni Artch. frá1 upphafi til enda.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.