1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 13

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 13
9 1. MAÍ Heimili alþýðusamtakanna Alþýðuhús Reykj avíkur. Eftir Ingimar Jónsson. Odd Ólafsson og Jón A. Pétursscn o Nokkur söguleg drög. Á fyrstu árum Alþýðuflokksins kom það oft fyrir, einkum fyrir kosningar, að andstæðingarnir reyndu að hindra fundahöld flokksins eða verkalýðsfé- laganna með því að panta fyrirfram upp öll fundahús í bænum, svo að hvergi væri hægt að halda fundi. Fé- lögin voru einnig oft í vandræðum með húsnæði fyrir fundi sína og önn- ur félagsstörf, og urðu störfin fyrir það margfalt erfiðari. Út frá þessu var snemma farið að hugsa til þess, að félögin hér í Reykja- vík gætu eignast hús út af fyrir sig. Var það hugsað sem fundahús og sam- komuhús, og gert ráð fyrir, að það gæti um leið rúmað aðra starfsemi samtakanna. Með þetta fyrir augum réðist Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík í það árið 1919 að kaupa lóð á horni Ingólfsstrætis og Hverfis- götu. Staðurinn var tryggður. Alþýðublaðið byrjaði að koma út haustið 1919. Afgreiðsla þess var fyrsta veturinn í kjallara á Laugaveg- inum, og var auðséð að þar gat hún ekki verið til frambúðar. Þá var það ráð tekið að reisa á lóðinni lítið bráða- birgðaskýli úr timbri fyrir afgreiðslu blaðsins. Einnig var í því allstórt her- bergi, sem notað var fyrir fundi Full-

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.