1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 15

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 15
11 1. MAÍ Bygging Alþýðuhússins Það var fyrir eitthvað tíu eða tólf árum, að mig minnir, að ég var staddur hér í Reykjavík á hátíðis- Oddur Ólafsson degi alþýðusamtakanna, 1. maí. Fór þá um götur bæjarins myndarleg fylk- ing undir forustu Alþýðuflokksins. Var staðnæmst á opnu svæði við Hverfisgötu, neðan Ingólfsstrætis. Þar var leikið á lúðra, ræður fluttar og sungið, eins og venja mun v.era við þessháttar tækifæri. Ég veitti því at- hygli, að þarna var byrjað að brjóta landið, og lá grjót, sem upp hafði ver- ið rifið, í stórum hrúgum um svæðið. Leit helzt út fyrir, að byrjað væri á einhverju stóru mannvirki á þessum stað. Sagði Þórbergur Þórðarson, einn þeirra fáu í flokknum, sem ég þekkti að alþýðufélögin hefðu náð eignar- haldi á þessari byggingarlóð, og hygð- ust að reisa þarna með tímanum hús yfir sig og starfsemi sína. Innti ég þá eftir því, hvort alþýðusamtökin ís- lenzku ættu hvergi höfði sínu að að halla í höfuðstað landsins, undir eig- in þaki. Svarið var neikvætt. Mig furð- aði satt að segja á þessu. Mér var sem sé vel kunnugt, að um Norðurlönd öll, England og Þýzkaland áttu þá sam- tök hinna vinnandi stétta mörg og glæsileg stórhýsi, og það jafnvel sér- stakar atvinnu- og iðngreinar innan stéttasamtakanna. Síðar, eftir að ég hafði kynnzt þess- um málum nánar, hefi ég fengið nokkra skýringu á þessu fyrirbrigði, sem mér kom þá svo óvænt. Orsökin virðist vera sú, að örðug- l.eikar þeir, sem alþýðusamtökin hér á landi hafa haft við að stríða, hafi jafnvel verið meiri, hlutfallslega, fyrstu árin eftir að samtökin hófust, heldur en í nágrannalöndunum. En hvað sem um þetta kann að vera, varð að bíða þess mörg ár, að takast mætti að koma upp sæmilegu húsi fyrir starfsemi alþýðufélaganna, og því verki er ekki lokið til fulls enn þann dag í dag. •— Þótt vígsla hússins geti nú farið fram, þá er þó margt hand- takið eftir enn þá, enda eru ekki liðn- ir nema ellefu mánuðir síðan byrjað var á verkinu. Það er ekki ætlun mín að fara að rekja hér þær viðhorfsbreytingar, sem með árunum hafa orðið um húsbygg- ingarmál alþýðusamtakanna hér í Reykjavík. Þeirri hlið málsins eru margir kunnari en ég. Vel má láta þess getið, að með þróun alþýðu- hreyfingarinnar, að með aukinni tölu

x

1. maí - Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.