1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 20

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 20
1. MAÍ 16 gluggafög þau, sem opna má, eru úr stáli, og eru þau smíðuð í Nýju Blikk- smiðjunni hér í bænum. Útihurðir all- ar og stærstu gluggar eru úr teak-tré. Er það allt, ásamt hurðum og listum, smíðað í verksmiðju Jóhannesar Reyk dal að Setbergi við Hafnarfjörð. — Stigahandriðin eru úr steinsteypu með teak-handlistum, sem hvíla á pílárum úr járni, sem felldir eru niður í steyp- una. Á öllum skrifstofugólfum og göngum, sem eru prýðilega rúmgóðir, er línóleum-gólfdúkur, svo og í her- bergjum prentsmiðjunnar, sölubúð og í veitingastofum. í fundarsal er gólf- ið úr tré, Oregonpine, en eikargólf, — parketgólf, — er á litlu danzgólfi, sem þarna er í kjallara hússins. Allt húsið er byggt úr járnbentri steinsteypu, og er einangrunarlag ein- falt úr íslenzkum vikurplötum í öllum útveggjum, en tvöfalt í þaki. Hliðar hússins, þær sem að götu vita, eru húðaðar með mulningi úr kvarzi og hrafntinnu. Er að því hin mesta prýði. En hvað kostar svo þetta allt sam- an?, myndi nú margur spyrja. Að svo vöxnu máli verður svar mitt á þessa leið: Þegar þessar línur eru ritaðar, hefir endanlegt uppgjör ekki farið fram, né heldur nokkurt mat á hús- inu, en svo mikið er þó unnt að segja, að byggingarkostnaðurinn verður all- ur yfir 100 þúsund krónum lægri en árásarmenn alþýðusamtakanna eru að breiða út að hann sé. Er gott fyrir les- endur þessa blaðs að hafa það hug- fast, þegar næsta árás verður hafin út af óráðvendni og sviksemi, sem framin ætti að vera í sambandi við þessa byggingu af þeim, sem fyrir verkinu stóðu. — En um það bil, sem byggingin verður fullgerð í vor, munu tölur þessar allar verða birtar opin- berlega. Þessi bygging, sem hér hefir risið upp, er fyrst og fremst talandi tákn, sigrandi máttar hins góða og starfs- fúsa vilja, tákn þeirra skilyrða, sem hann skapar og þess afls, sem skapar hann. Eg óska alþýðusamtökunum af al- hug til hamingju með þetta hús, þetta heimili sitt, með þann sigur hollra og drengilegra samtaka, sem það táknar og boðar. Oddur Ólafsson. Samstarf eða sundrung. Þegar litið er yfir sögu Alþýðu- flokksins og verkalýðssamtakanna við víkjandi byggingarmálum alþýðunn- ar, kemur í ljós, að þar hafa verið að verki, eins og víðar, margir menn og konur, — fólk, sem átti bjartsýni, en því minna af fjármunum, og þó að seint hafi sótzt leiðin, þá er þó svo komið nú, að stórum áfanga er náð; Alþýðuhúsið er komið upp, eins og sjá má. Húsið, þar sem það gnæfir yfir, minnir okkur óneitanlega á hvað hægt er að gera, ef góður vilji er til. Það minnir á, að alþýðan, hvar sem er á landinu, býr yfir því afli, er lyft getur björgum, breytt mýrarfenum og sand- flákum í græna akra, byggt vegi, brú- að ár og torfærur, byggt stórhýsi og ótal margt fleira getur hún, en því aðeins getur hún það, að forusta hennar sé góð og að hún vísi allri sundrung á bug, gangi einhuga að verki. Alþýðuhúsið er talandi tákn til

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.