1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 28

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 28
1. MAl 24 ,,Bylting“, sagði maðurinn og hló við. „Það hvorki var eða er bylting. Hitl- er hefir náð völdum á löglegan hátt. Hann mætti engri mótstöðu“. Hann þagnaði máttvana. „En þér“, stamaði Fretwurst. Kan- kuleit endurtók rólega: „Og þér? Hvað er það, sem fyrir yður hefir komið?“ Hann sá manninn fyrir sér synda burt frá skipinu, sá hann stinga sér til þess að drekkja sér, hann sá hin hræðilegu sár opna sig hvert af öðru, hann sá blóðið renna. „Og þér?“ spurði hann aftur. Maðurinn svaraði ekki. Nú fóru þeir fram hjá Altona. ,,Eg“, sagði maðurinn. ,,Eg var bara í fangabúðum. Líklega vitið þér ekki, hvað það er. Eg ætla að gefa yður gott ráð: Spyrjið heldur aldrei um það. Það lítur út fyrir, að þér séuð vænn maður. Spyrjið aldrei um það. Þér munduð aldrei framar geta trú- að því, að nokkur guð stjórni mann- kyninu, herra Kankuleit“. „Eg skil þetta ekki“, sagði Fret- wurst. „Eg flýði“, sagði maðurinn enn- fremur. „Eg hefi synt a. m. k. í hálfa þriðju klukkustund. Ef til vill gæti eg rekist á eitthvert enskt skip, eða annað útlent skip á útleið, hugsaði eg, og nú .... “. Hér rann út í fyrir honum og hann þagnaði, hann ætlaði að fara að gráta og æpa. Kankuleit greip fram í fyrir honum: „Það er svo sem sjálfsagt, að við hjálpum yð- ur“, sagði hann rólega og hughreyst- andi. „Finnst þér það ekki sjálfsagt, Fretwurst?“. „Auðvitað“, tautaði Fretwurst. Ókunni maðurinn fór að hlæja. „Þið“, hrópaði hann. „Þið ætlið að hjálpa mér? Bjargið fyrst ykkur sjálfum, einfeldningar! — Þegar eg finnst í skipinu, þá .... oh, þið eruð hlægilegir!“ „Rólegir!“ hrópaði Kankuleit hast- ur. Maðurinn þagnaði. Kankuleit sagði: „Nú skuluð þér sofa. Enginn skal fá að gera yður neitt, hvorki nú eða seinna. Eftir þrjá stundarfjórð- unga kemur læknirinn". Fretwurst fór, og Kankuleit ætlaði að fara út á eftir, en ókunni maður- inn kallaði hann til sín. Hann brá upp ábreiðunni og leit á sárabindin. „Gá- ið hérna, herra Kankuleit“, sagði hann og benti á misþyrmdan líkam- ann. „Þetta eru fangabúðir. Þér haf- ið verið mér framúrskarandi góður. Þess vegna vil ,eg fá leyfi til að segja yður, að þér eruð hættulega barna- legur. Varið yður, herra Kankuleit“. „Eg — eg hefi ekkert af mér brot- ið“. „Afbrot? — Haldið þér, að eg hafi brotið eitthvað af mér? Eg var ritari í friðsamlegum félagsskap, „Sambandi mannréttindavina“. Nú hefir mér ver- ið sannað það“ — hann benti á bind- in, sem þegar voru orðin flekkótt af þlóði —, „að það er rangt að trúa á góðleik mannanna og réttlæti guðs“. Nú settist hann upp. „Maðurinn getur þolað meiri þjáningar en nokk- urn getur órað fyrir“, sagði hann. „Eg er nú búinn að vera, hvernig sem fer. Annaðhvort finna þeir mig hér og ganga milli bols og höfuðs á mér, eða það verður eitthvað lappað við mig á sjúkrahúsinu, til þess svo að murka úr mér lífið á eftir. Það er úti um mig, skiljið þér það ekki? — Þér haf- ið ekki blýant á yður? Þakka yður fyrir. Eg ætla að skrifa nafn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.