1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 34

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 34
1. MAl 30 dauður, þá getum vér fyrir vort leyti hugsað til hans án haturs og reiði. Þvert á móti hugsum vér til hans m,eð fognuði, og vér mundum ekkert hafa á móti því, að sem flestir ættbræður hans kveddu oss á sama hátt. Ef svo mætti verða, þá hefir heilbrigð skyn- semi haldið innreið sína í Þýzka- land, og þá væri Gyðinga-vandamál- ið leyst á mjög svo einfaldan hátt og friðsamlegan". Schirmer leit í kringum sig. Um- hverfis hann voru bekkirnir skipaðir holdgrönnum mönnum. Þeir hölluðu höfðinu aftur á bak og létu sólina skína á hörkuleg andlit sín. „Hv.ers vegna þegið þið?“ spurði Schirmer allt í einu. „Hvers vegna hljóðið þið ekki?“ „Við höfum hljóðað!“ sagði sá, er næstur sat. „Dögum saman höfum við staðið úti fyrir vinnumiðlunarskrif- stofunum, og við verksmiðjuhliðin, frá því snemma á morgnana til seint á kvöldin. Þegar við komum heim eru konur okkar hættar að spyrja, hvern- ig okkur hafi gengið. Þær sjá það á okkur. — Það er nú ekki það versta. — Meira að segja börnin eru búin að læra að þegja, þegar þau sjá að við eigum engan mat til að gefa þeim. Það er það versta“. Stutti, feiti Schirmer sat stundar- korn hreyfingarlaus. Svo hrópaði hann skyndilega upp yfir sig: „Með- an við höfðum keisarann, þá var þetta allt öðruvísi“. Hann spratt á fætur og reif bæði blöðin í smátætl- ur. Svo fór hann leiðar sinnar, ösku- vondur. Mennirnir, sem á bekkjunum sátu, litu í kringum sig og sögðu hvor við annan í lágum hljóðum: „Við v.erð- um að fara héðan undir eins. Maður- inn, sem sat hérna, hefir rifið í sund- ur Nazistablöð. Ef þeir koma að okk- ur hérna ....“. Þeir iaumuðust allir burtu. Blaðatætlurnar lágu eftir á jörðinni. Margir menn komu þarna að, það sem eftir var dagsins, og ætluðu að hvíla sig í góða veðrinu, en þegar þeir komu auga á blöðin, hörfuðu þeir óðara frá. Bekkirnir stóðu auð- ir allan daginn. Á sjöunda tímanum um kvöldið kom múrarinn Stefán P. með stúlk- una sína, atvinnulausa verkakonu, Emmu H. að nafni, 22 ára gamla. Þau gengu inn í garðinn stundarkorn. Stúlkan sagði frá því seinna, að hvor- ugt þeirra hefði sagt eitt einasta orð allan tímann. Svo settust þau á einn bekkinn. Þau tóku ekki eftir blöðun- um. Hvorugt þeirra hafði nokkurn hug á stjórnmálum. Stúlkan gat meira að segja sannað það seinna, að þau höfðu ekki einu sinni greitt atkvæði við tvennar síðustu kosningar. Meðan þau sátu á bekknum, var Stefán að tala við hana. Hann sagði þetta sama, sem ungir menn hafa alltaf sagt við ungar stúlkur frá upp- hafi vega. Þá kom flokkur stormsveitarmanna. Á bekknum var ekkert sagt. Flokk- urinn sá dagblöðin, staðnæmdist við bekkinn og heimtaði að fá að vita nöfn, stöðu, heimilisfang o. s. frv. Þegar Stefán spratt ekki á fætur strax, tóku þeir í hann. Var það hann, sem hafði rifið blöðin? „Nei“, æpti stúlkan, „sleppið þið honum“. Frh. á bls. 33.

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.