1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Qupperneq 37

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Qupperneq 37
33 1. MAI hún eða hann eru hlekkir í þeirri miklu keðju, sem tengir saman verka- lýðsstétt vora. Því betur sem þau vinna að málefnum alþýðunar, því sterkari verður þessi keðja. Því meiri alúð og ástundun, sem þau leggja við sitt stéttarfélag og reyna eftir megni að gera þau sterk og áhrifarík hvert í sínu byggðarlagi, hvar sem er á þessu landi, því sterkara og voldugra verður félag félaganna, Alþýðusam- band íslands. Það er okkar höfuðvígi til sóknar og varnar fyrir málefnum vorum. Án þess væri hvert stéttarfé- lag út af fyrir sig máttvana og gæti ekki innt af hendi þær skyldur, sem því eru ætlaðar, eins og hver einstakl- ingur er máttlaus, án stéttarfélags. Nú er 1. maí, dagur alþýðunn- ar — dagurinn, sem hún raðar sér undir fána sína og sýnir samtakamátt sinn og baráttuvilja. Ennþá er íslenzk alþýða ekki búin að skilja til hlýtar þýðingu þessa dags fyrir hana og samtök hennar. Ennþá er henni ekki fyllilega ljóst, að þennan dag á hún sjálft, og þá á hún óskipt og með fullri alvöru að fylkja sér undir merki þeirra félaga, sem hún sjálf hefir byggt upp og heldur uppi. Þau eru hold af hennar holdi og sköpuð í hennar eigin mynd. Það er hin eing, og sanna samfylking, sam- fylking, sem verkalýðurinn er fyrir löngu búinn að koma auga á; þessa samfylkingu hefir verkalýðurinn ver- ið að byggja upp frá því fyrsta að augu hans opnuðust fyrir samtökun- um og þýðingu þeirra. Hver sá verka- maður, sem ekki fylkir sér undir merki alþýðunnar þennan dag, er lið- hlaupi og svikari við sína stétt og sitt félag. Hann hjálpar óvinum vorum að rífa niður það mikla starf, sem unn- ið hefir verið í þágu verkalýðshreyf- ingarinnar á liðnum árum. Það er trú mín, að enginn karl eða kona úr al- þýðustétt vilji bera heitið verkalýðs- svikari. Því, félagar, söfnumst við öll sem einn maður 1. maí út á götuna undir merki Alþýðusambands Islands. Þar er okkar rétti staður, þar eigum við að berjast og sigra. Z. Jónsson. HEIMKOMAN. Frh. af bls. 30. Þau voru bæði leidd fram fyrir stormsveitarvörðinn í „Stóra Bleich- en“. í augsýn stúlkunnar var Stefán P. múrari sleginn í höfuðið með tré- kylfu, þangað til leið yfir hann. Svo var skvett vatni framan í hann og síðan byrjað á ný. Stúlkan stóð út við vegginn og horfði á. Það leið yfir Stefán í annað sinn, og þegar hann raknaði við aftur, skrifaði hann undir yfirlýsingu um, að „hann hofði rifið í sundur dagblöð þjóðcrnis- hreyfingarinnar í opinberum garði“. Hinn 30. marz stóð svohljóðandi klausa í „Iíamburger Nachrichten“: „í gær var múrarinn Stefán P. handtekinn, vegna þess að hann hafði rifið í sundur .blöð þjóðernishreyf- ingarinnar í opinberum skemmti- garði. Hann var fluttur til fanga- búðanna í Vittmoor“. Stefán P. var tuttugu og einn dag í fangabúðunum. Á áttunda degi skrifaði hann bréf til ríkiskanzlar- ans, Hitlers, og skýrði frá því, sem fram við sig hafði komið síðustu dag- ana. Eftir það varð hann dag hvern, að afloknum miðdegisverði, að standa uppi á tunnu og hrópa í heila klukku-

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.